Hvar er metnaðurinn? Auðunn Arnórsson skrifar 25. júní 2008 06:00 Ísland á þess kost að verða fyrsta þróaða ríki heims sem venur sig af notkun jarðefnaeldsneytis. Sú mikla hækkun sem orðið hefur á olíuverði og ekki sér fyrir endann á felur í sér tækifæri til að hraða því að Íslendingar nálgist þetta takmark. Ef rétt er á málum haldið. Ísland er nú þegar óháð jarðefnaeldsneyti til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. Samgöngutæki landsmanna - á landi, sjó og í lofti - eyða hins vegar miklu magni af olíu og bensíni með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Íslenzki bílaflotinn er sá eyðslufrekasti í Evrópu. Olíuverðshækkunin nú og sá samdráttur í kaupmætti landsmanna sem fylgir gengisfalli krónunnar ætti að vera til þess fallið að vekja neyzluglaða Íslendinga til vitundar um að þetta þarf ekki að vera svona. Það er hægt að halda í þau lífsgæði sem einkabíllinn veitir án þess að brenna öllu þessu dýra innfluta eldsneyti. Olíufurstarnir við Persaflóann hafa líka áhyggjur af háu olíuverði. Því þeir vita að það veldur því að miklu meiri áhugi og fjárfestingar en ella beinast í iðnríkjunum að því að finna lausnir sem komið geta í staðinn fyrir olíuna. Þannig hraðar hækkun olíuverðs því að olían tapi verðgildi sínu. Nú keppast stærstu bílaframleiðendur heims um að markaðssetja vistvænni bíla. Sú útfærsla þeirra sem áhugaverðust er fyrir íslenzkar aðstæður eru svonefndir tengil-tvinnbílar (plug-in hybrids á ensku), sem eru knúnir bæði af litlum brunahreyfli (sem gengur fyrir bensíni, dísilolíu eða lífrænu eldsneyti) og rafmótorum og eru útbúnir stórum rafgeymi sem hægt er að hlaða úr heimainnstungu. Þessi tækni gerir það mögulegt að keyra bílinn að mestu leyti á innlendu, endurnýjanlegu, útblástursfríu, ódýru rafmagni. En þar sem um borð í bílnum er líka hefðbundinn brunahreyfill og eldsneytistankur er drægi hans engu minna en venjulegs bensínbíls. Í þjóðhátíðarræðu sinni í síðustu viku sagði forsætisráðherra að „við verðum nú sem þjóð að bregðast við hinum gríðarlegu hækkunum á innfluttu eldsneyti". Hann nefndi að „skynsamlegt gæti einnig verið að breyta fyrirkomulagi gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti í þessu skyni en einnig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda". Að Geir skyldi setja breytta gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti í þennan viðtengingarhátt skýtur nokkuð skökku við þegar haft er í huga að hálfum mánuði áður en hann lét þessi orð falla var birt niðurstaða úr meira en árs vinnu stjórnskipaðs starfshóps, sem hafði það hlutverk að útfæra tillögur að breyttri gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti með það fyrir augum að ýta undir notkun vistvænni farartækja og eldsneytiskosta. Starf nefndarinnar miðaðist við að unnt væri að setja lög á grundvelli tillagna hennar sem tekið gætu gildi um næstu áramót, þegar tímabundnar reglugerðir um afslátt af gjaldtöku af vissum útfærslum vistvænni bíla og eldsneytis renna úr gildi. Af orðum forsætisráðherrans að dæma virðist hann ekki telja brýnt að staðið sé við þessa tímaáætlun. Hvar er metnaðurinn til að Ísland grípi tækifærið til heimsforystu í að venja sig af olíufíkninni? Hvar er metnaðurinn til að Ísland grípi tækifærið til heimsforystu í að venja sig af olíufíkninni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Ísland á þess kost að verða fyrsta þróaða ríki heims sem venur sig af notkun jarðefnaeldsneytis. Sú mikla hækkun sem orðið hefur á olíuverði og ekki sér fyrir endann á felur í sér tækifæri til að hraða því að Íslendingar nálgist þetta takmark. Ef rétt er á málum haldið. Ísland er nú þegar óháð jarðefnaeldsneyti til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. Samgöngutæki landsmanna - á landi, sjó og í lofti - eyða hins vegar miklu magni af olíu og bensíni með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Íslenzki bílaflotinn er sá eyðslufrekasti í Evrópu. Olíuverðshækkunin nú og sá samdráttur í kaupmætti landsmanna sem fylgir gengisfalli krónunnar ætti að vera til þess fallið að vekja neyzluglaða Íslendinga til vitundar um að þetta þarf ekki að vera svona. Það er hægt að halda í þau lífsgæði sem einkabíllinn veitir án þess að brenna öllu þessu dýra innfluta eldsneyti. Olíufurstarnir við Persaflóann hafa líka áhyggjur af háu olíuverði. Því þeir vita að það veldur því að miklu meiri áhugi og fjárfestingar en ella beinast í iðnríkjunum að því að finna lausnir sem komið geta í staðinn fyrir olíuna. Þannig hraðar hækkun olíuverðs því að olían tapi verðgildi sínu. Nú keppast stærstu bílaframleiðendur heims um að markaðssetja vistvænni bíla. Sú útfærsla þeirra sem áhugaverðust er fyrir íslenzkar aðstæður eru svonefndir tengil-tvinnbílar (plug-in hybrids á ensku), sem eru knúnir bæði af litlum brunahreyfli (sem gengur fyrir bensíni, dísilolíu eða lífrænu eldsneyti) og rafmótorum og eru útbúnir stórum rafgeymi sem hægt er að hlaða úr heimainnstungu. Þessi tækni gerir það mögulegt að keyra bílinn að mestu leyti á innlendu, endurnýjanlegu, útblástursfríu, ódýru rafmagni. En þar sem um borð í bílnum er líka hefðbundinn brunahreyfill og eldsneytistankur er drægi hans engu minna en venjulegs bensínbíls. Í þjóðhátíðarræðu sinni í síðustu viku sagði forsætisráðherra að „við verðum nú sem þjóð að bregðast við hinum gríðarlegu hækkunum á innfluttu eldsneyti". Hann nefndi að „skynsamlegt gæti einnig verið að breyta fyrirkomulagi gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti í þessu skyni en einnig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda". Að Geir skyldi setja breytta gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti í þennan viðtengingarhátt skýtur nokkuð skökku við þegar haft er í huga að hálfum mánuði áður en hann lét þessi orð falla var birt niðurstaða úr meira en árs vinnu stjórnskipaðs starfshóps, sem hafði það hlutverk að útfæra tillögur að breyttri gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti með það fyrir augum að ýta undir notkun vistvænni farartækja og eldsneytiskosta. Starf nefndarinnar miðaðist við að unnt væri að setja lög á grundvelli tillagna hennar sem tekið gætu gildi um næstu áramót, þegar tímabundnar reglugerðir um afslátt af gjaldtöku af vissum útfærslum vistvænni bíla og eldsneytis renna úr gildi. Af orðum forsætisráðherrans að dæma virðist hann ekki telja brýnt að staðið sé við þessa tímaáætlun. Hvar er metnaðurinn til að Ísland grípi tækifærið til heimsforystu í að venja sig af olíufíkninni? Hvar er metnaðurinn til að Ísland grípi tækifærið til heimsforystu í að venja sig af olíufíkninni?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun