Flugrekstrarleyfi Alitalia í hættu 25. september 2008 11:00 Merki Alitalia. Mynd/AFP Svo getur farið að punkturinn verði settur aftan við sögu ítalska flugfélagsins Alitalia í dag en ítölsk flugmálayfirvöld hótuðu í dag að fella flugrekstrarleyfi félagsins niður skili stjórnendur þess ekki nýrri rekstraráætlun í lok dags. Framtíð flugfélagsins hefur hangið á bláþræði síðustu vikurnar en sjóðir félagsins eru tómir og hefur það ekki haft efni á að kaupa eldsneyti á þotur sínar. Þá tapar félagið tveimur milljónum evra á dag og fljúga vélar þess á bráðabirgðarleyfi. Hópur fjárfesta, sem lagði fram tilboð í flugfélagið fyrir nokkru síðan, dró það til baka í síðustu viku eftir að verkalýðsfélög starfsmanna flugfélagsins náðu ekki sameiginlegri niðurstöðu um hvort því skuli taka eður ei. Þótt verkalýðsfélögunum tillögur fjárfestanna fela of mikla uppstokkun á rekstrinum í för með sér. Til stóð að setja 1,4 milljarða evra í reksturinn, selja óarðbærar eignir og segja upp allt að þrjú þúsund starfsmönnum. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur þrýst á forsvarsmenn verkalýðsfélaganna að hittast á ný og reyna að blása til nýrra viðræðna til að forða flugfélaginu frá þroti. Ítalska ríkið er stærsti hluthafi flugfélagsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Svo getur farið að punkturinn verði settur aftan við sögu ítalska flugfélagsins Alitalia í dag en ítölsk flugmálayfirvöld hótuðu í dag að fella flugrekstrarleyfi félagsins niður skili stjórnendur þess ekki nýrri rekstraráætlun í lok dags. Framtíð flugfélagsins hefur hangið á bláþræði síðustu vikurnar en sjóðir félagsins eru tómir og hefur það ekki haft efni á að kaupa eldsneyti á þotur sínar. Þá tapar félagið tveimur milljónum evra á dag og fljúga vélar þess á bráðabirgðarleyfi. Hópur fjárfesta, sem lagði fram tilboð í flugfélagið fyrir nokkru síðan, dró það til baka í síðustu viku eftir að verkalýðsfélög starfsmanna flugfélagsins náðu ekki sameiginlegri niðurstöðu um hvort því skuli taka eður ei. Þótt verkalýðsfélögunum tillögur fjárfestanna fela of mikla uppstokkun á rekstrinum í för með sér. Til stóð að setja 1,4 milljarða evra í reksturinn, selja óarðbærar eignir og segja upp allt að þrjú þúsund starfsmönnum. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur þrýst á forsvarsmenn verkalýðsfélaganna að hittast á ný og reyna að blása til nýrra viðræðna til að forða flugfélaginu frá þroti. Ítalska ríkið er stærsti hluthafi flugfélagsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira