Eftir því sem kemur fram á norska vefmiðlum Nettavisen í dag vilja flestir leikmenn liðsins losna við Tom Nordlie þjálfara.
„Fólk er orðið hundleitt á Tom. Við berum enga virðingu fyrir honum," hefur Nettavisen eftir nokkrum leikmanna Lilleström sem koma ekki fram undir nafni. Þeir vilja losna við Nordlie sem allra fyrst.
Lilleström var í toppbaráttunni í fyrra en hefur gengið skelfilega í upphafi tímabilsins. Liðið er á botni deildarinnar með aðeins tvö stig eftir fimm leiki.
Viktor Bjarki Arnarsson er á mála hjá Lilleström en hann hefur verið lánaður til KR í sumar.
Nettavisen heldur fram að samband Nordlie við marga leikmenn liðsins sé slæmt og hafi verið í langan tíma.