Fýsn frumsýnd í kvöld 11. september 2008 06:00 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann leikskáld. MYND/e.ól. Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Nýja sviði Borgarleikhússins nýtt íslenskt verk, Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann. Leikritið vann leikritasamkeppnina „Sakamál á svið“ sem LR stóð fyrir árið 2006. Var valið úr hópi rúmlega þrjátíu aðsendra leikrita í keppninni. Er þetta fyrsta verk Þórdísar sem Leikfélagið sýnir og þriðja verkið í þríleik eftir Þórdísi sem óhætt er að kalla eitt af athyglisverðustu leikskáldum af yngri kynslóðinni. Fyrsta verk þríleiksins, Brotið, var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2005, og í kjölfarið kom Hungur, sem var sýnt á litla sviði Borgarleikhússins 2006. Og nú lýkur þríleiknum með Fýsn. Marta Nordal, leikkona hjá Leikfélaginu, þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri en þær Þórdís hafa unnið að uppsetningunni um nokkurt skeið. Að auki hefur Þórdís unnið að þróun verksins í samstarfi við leikhús í Ástralíu og Bretlandi. Til stóð að sýna verkið á síðasta leikári en því var frestað vegna þrengsla á Nýja sviðinu. Lífið virðist dans á rósum hjá ungum nýgiftum hjónum en fyrr en varir þurfa þau að horfast í augu við ógnvekjandi leyndarmál, segir í tilkynningu frá Leikfélaginu um efni verksins. Hversu vel þekkir maður maka sinn í raun? Leikmynd og búninga vinnur Rebekka A. Ingimundardóttir, tónmynd er eftir Elísabetu Indru Ragnarsdóttur, en lýsing er í höndum Þórðar Orra Péturssonar. Fjórir leikarar koma fram í verkinu: Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Víðir Guðmundsson, og Theodór Júlíusson. pbb@frettabladid.is Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Nýja sviði Borgarleikhússins nýtt íslenskt verk, Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann. Leikritið vann leikritasamkeppnina „Sakamál á svið“ sem LR stóð fyrir árið 2006. Var valið úr hópi rúmlega þrjátíu aðsendra leikrita í keppninni. Er þetta fyrsta verk Þórdísar sem Leikfélagið sýnir og þriðja verkið í þríleik eftir Þórdísi sem óhætt er að kalla eitt af athyglisverðustu leikskáldum af yngri kynslóðinni. Fyrsta verk þríleiksins, Brotið, var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2005, og í kjölfarið kom Hungur, sem var sýnt á litla sviði Borgarleikhússins 2006. Og nú lýkur þríleiknum með Fýsn. Marta Nordal, leikkona hjá Leikfélaginu, þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri en þær Þórdís hafa unnið að uppsetningunni um nokkurt skeið. Að auki hefur Þórdís unnið að þróun verksins í samstarfi við leikhús í Ástralíu og Bretlandi. Til stóð að sýna verkið á síðasta leikári en því var frestað vegna þrengsla á Nýja sviðinu. Lífið virðist dans á rósum hjá ungum nýgiftum hjónum en fyrr en varir þurfa þau að horfast í augu við ógnvekjandi leyndarmál, segir í tilkynningu frá Leikfélaginu um efni verksins. Hversu vel þekkir maður maka sinn í raun? Leikmynd og búninga vinnur Rebekka A. Ingimundardóttir, tónmynd er eftir Elísabetu Indru Ragnarsdóttur, en lýsing er í höndum Þórðar Orra Péturssonar. Fjórir leikarar koma fram í verkinu: Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Víðir Guðmundsson, og Theodór Júlíusson. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira