Fjárfestar bíða vongóðir á Wall Street 1. október 2008 20:58 Miðlarar fylgjast spenntir með þróun mála á Wall Street í dag. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum á borð við Apple og DeCode lækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag á meðal fjármálafyrirtækin stóðu nokkuð óbreytt. Bréf í DeCode féllu um 2,56 prósent og í Apple um 3,99 prósent. Gengi bréfa í síðastalda fyrirtækinu stendur í 109 dölum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í maí í fyrra. Hæst fór það um síðustu áramót þegar það rauf 200 dala múrinn. Fjárfestar bíða þess nú að Öldungadeild Bandaríkjaþings kjósi um tillögur bandarískra stjórnvalda, sem felur í sér stofnun sjóðs sem muni kaupa upp léleg verðbréf og aðra skuldavafninga banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast bandarískum fasteignalánum, eru orðin næsta verðlaus eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði og mikilla vanskila á lánum, og brennt gat í bækur fyrirtækjanna. Fulltrúaþing Bandaríkjaþings hafði áður fellt tillöguna en hún verður tekin til umfjöllunar að nýju innan skamms. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum sínum að á meðan tillagan liggi í lausu lofti muni óróleiki enn vara á fjármálamörkuðum. Helstu vísitölurnar tóku dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar á leið. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,18 prósent en Nasdaq-vísitalan um eitt prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækjum á borð við Apple og DeCode lækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag á meðal fjármálafyrirtækin stóðu nokkuð óbreytt. Bréf í DeCode féllu um 2,56 prósent og í Apple um 3,99 prósent. Gengi bréfa í síðastalda fyrirtækinu stendur í 109 dölum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í maí í fyrra. Hæst fór það um síðustu áramót þegar það rauf 200 dala múrinn. Fjárfestar bíða þess nú að Öldungadeild Bandaríkjaþings kjósi um tillögur bandarískra stjórnvalda, sem felur í sér stofnun sjóðs sem muni kaupa upp léleg verðbréf og aðra skuldavafninga banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast bandarískum fasteignalánum, eru orðin næsta verðlaus eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði og mikilla vanskila á lánum, og brennt gat í bækur fyrirtækjanna. Fulltrúaþing Bandaríkjaþings hafði áður fellt tillöguna en hún verður tekin til umfjöllunar að nýju innan skamms. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum sínum að á meðan tillagan liggi í lausu lofti muni óróleiki enn vara á fjármálamörkuðum. Helstu vísitölurnar tóku dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar á leið. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,18 prósent en Nasdaq-vísitalan um eitt prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira