Það verður ansi breytt lið Barcelona sem mætir til leiks á næsta tímabili. Pep Guardiola, nýr þjálfari liðsins, hefur staðfest að Ronaldinho, Deco og Samuel Eto'o séu allir á förum.
Guardiola segir leikmennina ekki í sínum áætlunum en þeir hafa verið stærstu stjörnur liðsins síðustu ár. Þeir hafa allir verið orðaðir við fjölmörg lið.