Danskur Niflungahringur 15. júlí 2008 06:00 Óperuhúsið í Kaupmannahöfn fær mikið rými í nýrri danskri útgáfu af Niflungahringnum eftir Wagner. Í gær kom út á vegum Decca safn DVD-diska með Niflungahring Wagners í sviðsetningu Konunglega danska leikhússins. Uppsetningin er frá 2006 og er verk hins kornunga óperustjóra, Kasars Bech Holten. Kassinn kemur út eftir hálfan mánuð í Þýskalandi, sama dag og Iréne Theorin, sem syngur Brynhildi, kemur fram í Bayreuth í hlutverki Ísoldar. Upptakan kostaði 82 milljónir íslenskra króna en Þykir líkleg til að styrkja stöðu óperunnar á óperumarkaði Evrópu. Flytjendur gáfu eftir launin sín og stofnuðu samlag sem tekur við hlut þeirra af útgáfunni. Óperan tekur yfir fjórtán klukkustundir í flutningi. Er þetta eina útgáfan sem Decca hefur á boðstólum af verkinu en fyrir á markaði eru sjö útgáfur, tvær þeirra upprunnar í Bayreuth. Þrjár sýningar voru teknar upp og það án þátttöku Danska ríkisútvarpsins sem hefur lagt af sendingar frá óperusýningum sökum fjárskorts. Mikið ýtarefni er á diskunum, meðal annars langt samtal óperustjórans og Margretar Þórhildar Danadrottningar. Verkið er gefið út undir titlinum Danski Niflungahringurinn. - pbb Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í gær kom út á vegum Decca safn DVD-diska með Niflungahring Wagners í sviðsetningu Konunglega danska leikhússins. Uppsetningin er frá 2006 og er verk hins kornunga óperustjóra, Kasars Bech Holten. Kassinn kemur út eftir hálfan mánuð í Þýskalandi, sama dag og Iréne Theorin, sem syngur Brynhildi, kemur fram í Bayreuth í hlutverki Ísoldar. Upptakan kostaði 82 milljónir íslenskra króna en Þykir líkleg til að styrkja stöðu óperunnar á óperumarkaði Evrópu. Flytjendur gáfu eftir launin sín og stofnuðu samlag sem tekur við hlut þeirra af útgáfunni. Óperan tekur yfir fjórtán klukkustundir í flutningi. Er þetta eina útgáfan sem Decca hefur á boðstólum af verkinu en fyrir á markaði eru sjö útgáfur, tvær þeirra upprunnar í Bayreuth. Þrjár sýningar voru teknar upp og það án þátttöku Danska ríkisútvarpsins sem hefur lagt af sendingar frá óperusýningum sökum fjárskorts. Mikið ýtarefni er á diskunum, meðal annars langt samtal óperustjórans og Margretar Þórhildar Danadrottningar. Verkið er gefið út undir titlinum Danski Niflungahringurinn. - pbb
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira