Veigar Páll: Leyfilegt að vera pirraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2008 15:29 Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk. Mynd/SNS Norskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk, hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir sigur Stabæk á HamKam nú um helgina. „Stabæk fékk öll þrjú stigin á móti HamKam. Það var greinilega ekki nóg fyrir Veigar Pál Gunnarsson," segir á vefútgáfu Verdens Gang um málið. „Íslendingurinn fór niðurlútur af vellinum og hafði ekki áhuga á að tala við fjölmiðlamenn sem vildu fá að vita hvað honum fannst um leikinn." „Þeir eiga það til að ýkja hlutina í norsku pressunni," sagði Veigar Páll í samtali við Vísi. „Ef ég á að segja alveg eins og er var ég pirraður. Það er alveg leyfilegt að vera stundum pirraður. Maður getur ekki alltaf verið síbrosandi, talað við fjölmiðla og látið eins og maður sé hundurinn þeirra." Veigar Páll var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn en hann segir að það sé ekki ástæða þess að hann var pirraður. „Við vorum bara að spila illa í leiknum. Leikmenn voru sumir að spila á 70-80 prósent krati og ég var hundfúll vegna þess. Ég vil vinna alla leiki og þoli ekki að tapa. Auk þess hafa dómararnir í síðustu þremur leikjum okkar verið hlægilegir. Það er mjög létt að kenna dómurunum um og þeir gera sín mistök eins og aðrir. En þegar þetta gerist trekk í trekk þurfa þeir að líta í eigin barm og viðurkenna sín mistök." „Það hafa allir sín takmörk og ég fékk bara nóg af þessu. Ég hef þegar fengið tvö gul spjöld á tímabilinu og var ég farinn að láta dómarann heyra það meira en góðu hófi gegnir. Þjálfarinn ákvað því að taka mig út af." Stabæk gengur þó afar vel enn sem komið er á tímabilinu en liðið er á toppi deildarinnar og er taplaus þar að auki eftir fimm umferðir. „Það gengur rosalega vel. Við spiluðum við Lilleström og Brann hér heima og rúllluðum þeim upp. Það hefur ekki gengið eins vel á útivelli. Í gær var það Daniel Nannskog sem vann í raun leikinn fyrir okkur með því að skora tvö mörk. En við höfum haldið hreinu í þremur leikjum og er það afar jákvætt." Undanfarið hefur verið greint frá því að mörg lið í Evrópu eru að fylgjast með Veigari Páli og sjálfur hefur hann greint frá því að hann vilji færa sig um set að tímabliinu loknu. „Ég er búinn að vera í Noregi nógu lengi að mér finnist að ég þurfi að prófa eitthvað nýtt. En ef ekkert gerist er það heldur ekkert slæmt því okkur líður afskaplega vel hér í Stabæk." Hann sagði að Þýskalandi heillaði hann sérstaklega mikið. „Ég held að það væri mjög flott að komast þangað. Þarna er spilaður góður fótbolti, deildin er sterk og hægt að fá fín laun. Það myndi heilla mig mest að fara til Þýskalands eða jafnvel Englands." „Ég er samt mjög lítið að hugsa um þessi mál. Ég einbeiti mér frekar að því að gera það gott hér. Maður verður bara að halda áfram að spila og ef kallið kemur þá kemur það bara." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira
Norskir fjölmiðlar slá því upp í dag að Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk, hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir sigur Stabæk á HamKam nú um helgina. „Stabæk fékk öll þrjú stigin á móti HamKam. Það var greinilega ekki nóg fyrir Veigar Pál Gunnarsson," segir á vefútgáfu Verdens Gang um málið. „Íslendingurinn fór niðurlútur af vellinum og hafði ekki áhuga á að tala við fjölmiðlamenn sem vildu fá að vita hvað honum fannst um leikinn." „Þeir eiga það til að ýkja hlutina í norsku pressunni," sagði Veigar Páll í samtali við Vísi. „Ef ég á að segja alveg eins og er var ég pirraður. Það er alveg leyfilegt að vera stundum pirraður. Maður getur ekki alltaf verið síbrosandi, talað við fjölmiðla og látið eins og maður sé hundurinn þeirra." Veigar Páll var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn en hann segir að það sé ekki ástæða þess að hann var pirraður. „Við vorum bara að spila illa í leiknum. Leikmenn voru sumir að spila á 70-80 prósent krati og ég var hundfúll vegna þess. Ég vil vinna alla leiki og þoli ekki að tapa. Auk þess hafa dómararnir í síðustu þremur leikjum okkar verið hlægilegir. Það er mjög létt að kenna dómurunum um og þeir gera sín mistök eins og aðrir. En þegar þetta gerist trekk í trekk þurfa þeir að líta í eigin barm og viðurkenna sín mistök." „Það hafa allir sín takmörk og ég fékk bara nóg af þessu. Ég hef þegar fengið tvö gul spjöld á tímabilinu og var ég farinn að láta dómarann heyra það meira en góðu hófi gegnir. Þjálfarinn ákvað því að taka mig út af." Stabæk gengur þó afar vel enn sem komið er á tímabilinu en liðið er á toppi deildarinnar og er taplaus þar að auki eftir fimm umferðir. „Það gengur rosalega vel. Við spiluðum við Lilleström og Brann hér heima og rúllluðum þeim upp. Það hefur ekki gengið eins vel á útivelli. Í gær var það Daniel Nannskog sem vann í raun leikinn fyrir okkur með því að skora tvö mörk. En við höfum haldið hreinu í þremur leikjum og er það afar jákvætt." Undanfarið hefur verið greint frá því að mörg lið í Evrópu eru að fylgjast með Veigari Páli og sjálfur hefur hann greint frá því að hann vilji færa sig um set að tímabliinu loknu. „Ég er búinn að vera í Noregi nógu lengi að mér finnist að ég þurfi að prófa eitthvað nýtt. En ef ekkert gerist er það heldur ekkert slæmt því okkur líður afskaplega vel hér í Stabæk." Hann sagði að Þýskalandi heillaði hann sérstaklega mikið. „Ég held að það væri mjög flott að komast þangað. Þarna er spilaður góður fótbolti, deildin er sterk og hægt að fá fín laun. Það myndi heilla mig mest að fara til Þýskalands eða jafnvel Englands." „Ég er samt mjög lítið að hugsa um þessi mál. Ég einbeiti mér frekar að því að gera það gott hér. Maður verður bara að halda áfram að spila og ef kallið kemur þá kemur það bara."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira