111. meðferð á börnum 28. maí 2008 00:01 Til að breytast úr harðsoðnum snoðhaus með sikkersnælu í eyranu yfir í settlega frú með handtösku og gloss þarf fáeinar undirstöður. Í mínu tilfelli nokkur ár, talsverð áhrif móður minnar og þrjár barneignir. Það síðastnefnda á trúlega mestan þátt í sífellt meiri viðkvæmni, einkum gagnvart öllu sem viðkemur börnum. Frá því að hafa áður unun af hryllingsmyndum, hvers gæði voru metin í innyflum og blóðslettum, í að geta varla horft á kvöldfréttatíma þurfti þessa stökkbreytingu sem stundum verður við móðurhlutverkið. Fyrir nokkrum árum gerði ég samt lokaverkefni í háskóla um ofbeldi gegn börnum. Las í harðsvíraða faglega gírnum greinargerðir um aðferðir til að pína börn svo þau bíði þess aldrei bætur. Í erlendum gögnum mátti sjá að slík iðja er svo algeng að ef heimfæra ætti tölurnar upp á litla, sæta, saklausa Ísland, mætti gera ráð fyrir að árlega týndu hér eitt eða tvö börn lífinu vegna illrar meðferðar. Slíkt hafði þó ekki verið rannsakað hér og þannig gátum við lifað sæl í þeirri trú að Íslendingar færu vel með börnin sín með örfáum undantekningum sem brugðist væri við umsvifalaust. Hér sé aðeins gott og velmeinandi fólk, samsetning þjóðarinnar göfugri en í útlöndum. Í meginatriðum er hægt að skipta ofbeldi gegn börnum í líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu. Síðan hefur ofdekur bæst í umræðuna en það ku geta haft jafn slæmar afleiðingar á barnssálina og vanræksla. Mér vitanlega hefur það þó ekki verið sett í forgang í barnavernd enda trúlega við ofurefli að etja. Litlir krakkagrísir vitstola af ofdekri upp um alla veggi er meira svona verkefni framtíðarinnar. Í liðinni viku var þjóðin slegin yfir þeim skelfilegu fréttum að á síðasta ári misstu mörg íslensk börn mæður sínar úr fíkniefnaneyslu. Í umræðum um úrræði var meðal annars bent á þörf barnshafandi kvenna í neyslu fyrir skilning, fordæming skili engu. Öll fórnarlömb fíkniefna þurfa stuðning en sum þeirra þurfa neyðaraðstoð tafarlaust. Samúðin á fyrst erindi til þeirra sem enga hönd geta borið fyrir höfuð sér. Við ítrustu aðstæður hlýtur rétta leiðin að vera svipting sjálfsforræðis út meðgöngu gagnvart þeirri sem eitrar fyrir ófæddu barni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun
Til að breytast úr harðsoðnum snoðhaus með sikkersnælu í eyranu yfir í settlega frú með handtösku og gloss þarf fáeinar undirstöður. Í mínu tilfelli nokkur ár, talsverð áhrif móður minnar og þrjár barneignir. Það síðastnefnda á trúlega mestan þátt í sífellt meiri viðkvæmni, einkum gagnvart öllu sem viðkemur börnum. Frá því að hafa áður unun af hryllingsmyndum, hvers gæði voru metin í innyflum og blóðslettum, í að geta varla horft á kvöldfréttatíma þurfti þessa stökkbreytingu sem stundum verður við móðurhlutverkið. Fyrir nokkrum árum gerði ég samt lokaverkefni í háskóla um ofbeldi gegn börnum. Las í harðsvíraða faglega gírnum greinargerðir um aðferðir til að pína börn svo þau bíði þess aldrei bætur. Í erlendum gögnum mátti sjá að slík iðja er svo algeng að ef heimfæra ætti tölurnar upp á litla, sæta, saklausa Ísland, mætti gera ráð fyrir að árlega týndu hér eitt eða tvö börn lífinu vegna illrar meðferðar. Slíkt hafði þó ekki verið rannsakað hér og þannig gátum við lifað sæl í þeirri trú að Íslendingar færu vel með börnin sín með örfáum undantekningum sem brugðist væri við umsvifalaust. Hér sé aðeins gott og velmeinandi fólk, samsetning þjóðarinnar göfugri en í útlöndum. Í meginatriðum er hægt að skipta ofbeldi gegn börnum í líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu. Síðan hefur ofdekur bæst í umræðuna en það ku geta haft jafn slæmar afleiðingar á barnssálina og vanræksla. Mér vitanlega hefur það þó ekki verið sett í forgang í barnavernd enda trúlega við ofurefli að etja. Litlir krakkagrísir vitstola af ofdekri upp um alla veggi er meira svona verkefni framtíðarinnar. Í liðinni viku var þjóðin slegin yfir þeim skelfilegu fréttum að á síðasta ári misstu mörg íslensk börn mæður sínar úr fíkniefnaneyslu. Í umræðum um úrræði var meðal annars bent á þörf barnshafandi kvenna í neyslu fyrir skilning, fordæming skili engu. Öll fórnarlömb fíkniefna þurfa stuðning en sum þeirra þurfa neyðaraðstoð tafarlaust. Samúðin á fyrst erindi til þeirra sem enga hönd geta borið fyrir höfuð sér. Við ítrustu aðstæður hlýtur rétta leiðin að vera svipting sjálfsforræðis út meðgöngu gagnvart þeirri sem eitrar fyrir ófæddu barni.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun