Bandaríska tenniskonan Venus Williams vann í dag sinn fimmta Wimbledon-meistaratitil þegar hún hafði betur gegn systur sinni Serenu í skemmtilegum úrslitaleik 7-5 og 6-4.
Venus varð aðeins fimmta konan til að vinna fimm eða fleiri Wimbledon titla í dag, en þessi 28 ára gamla tenniskona á þó enn langt í land með að ná þeim Steffi Graf (7) og Martinu Navratilovu (9) þegar kemur að flestum titlum á mótinu.
"Ég trúi varla að ég hafi unnið mótið fimm sinnum, sérstaklega eftir að hafa þurft að leggja Serenu. Hún var frábær í dag en mér tókst að hafa betur. Það er alltaf sérstakt að spila á þessu móti og mikill heiður fyrir okkur systur að mætast í úrslitum," sagði Venus ánægð.
Þetta var fyrsti sigur Venus gegn systur sinni á risamóti síðan árið 2001, en þær hafa unnið átta leiki hvor í innyrðisviðureignum sínum á risamótum á ferlinum.