Viborg vann nauðsynlegan 3-2 sigur á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Lyngby komst tveimur mörkum yfir en Rúrik Gíslason kom Viborg á bragðið og minnkaði muninn.
Tvö síðustu mörk Viborg komu undir lokin en liðið er í harðri fallbaráttu, situr í næstneðsta sæti sex stigum á eftir AGF þegar þrjár umferðir eru eftir.