Myndir á staurum 5. desember 2008 06:00 Verk Ellen Marie Fogstad verða til sýnis í Austurstræti á morgun. mynd Ellen Marie Fogstad Ung listakona frá Noregi sem hér er sest að og sinnti störfum kynningarstjóra Norræna hússins, Ellen Marie Fogstad, efnir til óvenjulegrar ljósmyndasýningar á morgun í Austurstræti. Milli kl. 13 og 19 hengir hún myndir sínar á ljósastaura í Austurstræti. Heiti sýningarinnar er „Bláma" og er sýningin partur af verkefni um list í opnu rými. „Ég er upptekin af list í opnu rými og þeim möguleika að setja upp sýningu þar sem ekki þarf að ganga í gegnum dyr til að nálgast verkin. Þess vegna vel ég að hengja myndirnar mínar upp á ljósastaura í miðbænum. Ég flutti til Reykjavíkur fyrir tveimur og hálfu ári. Ljósmyndirnar sýna tilfinningu sem ég hef oft fundið fyrir eftir að ég flutti hingað," segir Ellen. Myndirnar munu einungis hanga uppi í einn dag. Ellen Marie Fodstad er 32 ára gömul og ættuð frá Ósló. Hún stundar nú nám í hagnýtri menningarmiðlun í HÍ. Hún hefur haldið ljósmyndasafarí, stýrt listafélagi og tekið myndir fyrir ýmsa bæklinga meðfram liststörfum og vann sem kynningarstjóri í Norræna húsinu. - pbb Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ung listakona frá Noregi sem hér er sest að og sinnti störfum kynningarstjóra Norræna hússins, Ellen Marie Fogstad, efnir til óvenjulegrar ljósmyndasýningar á morgun í Austurstræti. Milli kl. 13 og 19 hengir hún myndir sínar á ljósastaura í Austurstræti. Heiti sýningarinnar er „Bláma" og er sýningin partur af verkefni um list í opnu rými. „Ég er upptekin af list í opnu rými og þeim möguleika að setja upp sýningu þar sem ekki þarf að ganga í gegnum dyr til að nálgast verkin. Þess vegna vel ég að hengja myndirnar mínar upp á ljósastaura í miðbænum. Ég flutti til Reykjavíkur fyrir tveimur og hálfu ári. Ljósmyndirnar sýna tilfinningu sem ég hef oft fundið fyrir eftir að ég flutti hingað," segir Ellen. Myndirnar munu einungis hanga uppi í einn dag. Ellen Marie Fodstad er 32 ára gömul og ættuð frá Ósló. Hún stundar nú nám í hagnýtri menningarmiðlun í HÍ. Hún hefur haldið ljósmyndasafarí, stýrt listafélagi og tekið myndir fyrir ýmsa bæklinga meðfram liststörfum og vann sem kynningarstjóri í Norræna húsinu. - pbb
Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira