Harrington vann sitt annað risamót í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. ágúst 2008 08:04 Nick Faldo óskar hér Harrington til hamingju með sigurinn. Nordic Photos / Getty Images Írinn Padraig Harrington gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum á PGA-meistaramótinu í golfi um helgina. Hann vann síðast opna breska meistaramótið og bætti nú PGA-meistaratitlinum í safnið. Hann er fyrsti Evrópumaðurinn sem vinnur þetta mót síðan 1930. Harrington átti í hörkubaráttu við þá Sergio Garcia og Ben Curtis en að lokum hafði Írinn betur. Hann kláraði á 66 höggum og samtals þremur undir pari eftir hringina fjóra. Garcia lék á 68 höggum og Curtis á 71 en þeir voru báðir á einu höggi undir pari. Næstir komu Camilo Villegas frá Kólumbíu og Henrik Stenson frá Svíþjóð á einu höggi yfir pari. Aðeins þrír kylfingar höfðu unnið tvö síðustu risamótin á sama árinu - Tiger Woods, Nick Price og Walter Hagen. Harrington tilheyrir því nú þeim úrvalshópi. „Þetta er öðruvísi," sagði Harrington. „Á opna breska leið mér mjög vel með mína spilamennsku. Í þessari viku hef ég ekki verið jafn öruggur með sjálfan mig." Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Írinn Padraig Harrington gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum á PGA-meistaramótinu í golfi um helgina. Hann vann síðast opna breska meistaramótið og bætti nú PGA-meistaratitlinum í safnið. Hann er fyrsti Evrópumaðurinn sem vinnur þetta mót síðan 1930. Harrington átti í hörkubaráttu við þá Sergio Garcia og Ben Curtis en að lokum hafði Írinn betur. Hann kláraði á 66 höggum og samtals þremur undir pari eftir hringina fjóra. Garcia lék á 68 höggum og Curtis á 71 en þeir voru báðir á einu höggi undir pari. Næstir komu Camilo Villegas frá Kólumbíu og Henrik Stenson frá Svíþjóð á einu höggi yfir pari. Aðeins þrír kylfingar höfðu unnið tvö síðustu risamótin á sama árinu - Tiger Woods, Nick Price og Walter Hagen. Harrington tilheyrir því nú þeim úrvalshópi. „Þetta er öðruvísi," sagði Harrington. „Á opna breska leið mér mjög vel með mína spilamennsku. Í þessari viku hef ég ekki verið jafn öruggur með sjálfan mig."
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira