Íslendingar voru á skotskónum í sænska boltanum í kvöld. Sölvi Geir Ottesen skoraði sigurmark Djurgarden og Ragnar Sigurðsson sigurmark Gautaborgar.
Djurgarden vann Ljungskile 2-1 en Sölvi skoraði sigurmarkið í lok leiksins. Gautaborg vann Sundsvall 1-0 en mark Ragnars kom á 59. mínútu. Ragnar og Hjálmar lJónsson léku báðir allan leikinn með Gautaborg.
Sverrir Garðarsson lék allan leikinn í vörn Sundsvall og Hannes Sigurðsson var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli eftir stundarfjórðungsleik í seinni hálfleik.
Helsingborg vann Malmö 4-2 og Norrköping gerði markalaust jafntefli við Örebro á heimavelli sínum. Engir Íslendingar komu við sögu í þeim leikjum.
Þegar átta umferðum er lokið er Kalmar efst með 19 stig, þriggja stiga forystu á Djurgarden sem er í öðru sæti. Gautaborg er síðan þar stigi á eftir.