Bandarískir fjárfestar skelfingu lostnir 17. september 2008 20:32 Skelfing greip um sig á Wall Street í dag. Þeir óttast að fleiri fjármálafyrirtæki muni verða gjaldþrota á næstunni. Mynd/AP Björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda á bandaríska tryggingarisanum AIG olli miklum taugatitringi í röðum fjárfesta þar í landi í dag. Óttast þeir að fjöldi fjármálafyrirtækja standi illa og muni falla undir gjaldþrotahamarinn á næstunni. Ótti þeirra leiddi til þess að fjárfestar losuðu mikið af stöðum sínum í bandarískum fjármálafyrirtækjum og leituðu skjóls í varanlegri eignum, svo sem í skuldabréfum og gulli. Björgunaraðgerðir stjórnvalda fólust í því að hið opinbera lánar tryggingarisanum 85 milljarða dala, jafnvirði átta þúsund milljarða íslenskra króna, til næstu tveggja ára svo það geti mætti skuldbindingum sínum. Við þetta eignast ríkið tæpan áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Staða fyrirtækisins þykir af slæm en gjaldþrot þess hefði haft margfalt víðtækari afleiðingar í för með sér en gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers myndi nokkurn tíma hafa. Að því er Associated Press-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum vestanhafs í dag eru fjárfestar skelfingu lostnir um horfur í efnahagslífinu, ekki síst af ótta við að fleiri fjármálafyrirtæki fari undir græna torfu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um heil fjögur prósent og liggur nú í rúmum 10.600 stigum og hefur ekki verið lægri síðan seint í nóvember árið 2005. Nasdaq-vísitalan 4,6 prósent á sama tíma. Nasdaq-vísitalan liggur í rétt tæpum 2.100 stigum. Hún hefur ekki legið undir 2.000 stigunum síðan snemma í maí árið 2005. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda á bandaríska tryggingarisanum AIG olli miklum taugatitringi í röðum fjárfesta þar í landi í dag. Óttast þeir að fjöldi fjármálafyrirtækja standi illa og muni falla undir gjaldþrotahamarinn á næstunni. Ótti þeirra leiddi til þess að fjárfestar losuðu mikið af stöðum sínum í bandarískum fjármálafyrirtækjum og leituðu skjóls í varanlegri eignum, svo sem í skuldabréfum og gulli. Björgunaraðgerðir stjórnvalda fólust í því að hið opinbera lánar tryggingarisanum 85 milljarða dala, jafnvirði átta þúsund milljarða íslenskra króna, til næstu tveggja ára svo það geti mætti skuldbindingum sínum. Við þetta eignast ríkið tæpan áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Staða fyrirtækisins þykir af slæm en gjaldþrot þess hefði haft margfalt víðtækari afleiðingar í för með sér en gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers myndi nokkurn tíma hafa. Að því er Associated Press-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum vestanhafs í dag eru fjárfestar skelfingu lostnir um horfur í efnahagslífinu, ekki síst af ótta við að fleiri fjármálafyrirtæki fari undir græna torfu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um heil fjögur prósent og liggur nú í rúmum 10.600 stigum og hefur ekki verið lægri síðan seint í nóvember árið 2005. Nasdaq-vísitalan 4,6 prósent á sama tíma. Nasdaq-vísitalan liggur í rétt tæpum 2.100 stigum. Hún hefur ekki legið undir 2.000 stigunum síðan snemma í maí árið 2005.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira