Fótbolti

Levante mun ekki eyðileggja sigurhátið Real Madrid

Raul og félagar fá að halda upp á meistaratitilinn í kvöld
Raul og félagar fá að halda upp á meistaratitilinn í kvöld NordcPhotos/GettyImages

Leikmenn Levante hafa ákveðið að mæta til leiks í kvöld í lokaleik sinn á tímabilinu gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðsmenn Levante höfðu hótað að fara í verkfall af því þeir hafa ekki fengið greidd laun frá félaginu.

Forráðamenn Real Madrid höfðu óttast mjög aðgerðir Levante, því þær hefðu sett dökkan blett á sigurhátið sem skipulögð hefur verið eftir leikinn í kvöld þar sem stuðningsmenn heimaliðsins ætla að hylla sína menn.

Leikmenn Levante munu fá launin sín greidd og fá aðstoð frá leikmannasamtökunum á Spáni og forráðamönnum úrvalsdeildarinnar.

Settir verða á æfingaleikir til að fjármagna það sem uppá vantar af launum leikmanna smáliðsins frá Valencia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×