"Þjóðnýtingin" gladdi bandaríska fjárfesta 8. september 2008 20:44 Gengi hlutabréfa hækkaði almennt á bandarískum fjármálamarkaði í dag í kjölfar yfirtöku ríkisins á fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Þetta er jafnframt umfangsmesta björgunaraðgerð í sögu fjármálageirans. Ekki liggur enn fyrir hversu kostnaðarsöm aðgerðin verður en ríkið mun gera allt sem í valdi þess stendur til að koma sjóðunum á réttan kjöl. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar aðgerðir stjórnvalda voru útlistaðar í Washington-borg í gær, að fasteignalánasjóðirnir, sem hefðu um helmingshlutdeild á bandarískum fasteignalánamarkaði, væru svo samofnir þarlendu efnahagslífi að yfirvofandi gjaldþrot þeirra gæti boðið hættunni heim - jafnvel langt út fyrir landssteina. Fréttaskýrendur segja í dag, að hækkun á helstu fjármálamörkuðum heimsins liggi í því að björgunaraðgerðirnar geti leitt til þess að senn sjái fyrir endann á lausafjárþurrðinni - í það minnsta komið jafnvægi á markaðinn - sem plagað hefur fjármálalífið í rúmt ár, líkt og fréttastofa Bloomberg tók til orða nú undir kvöld. Gengi bréfa í fasteignasjóðunum féll um tuttugu prósent þegar fréttist að stjórnvöld ættu í viðræðum um yfirtöku á þeim eftir lokun markaða á föstudag og um tæp níutíu prósent yfir daginn í dag. Fjármálasérfræðingar reikna með að gengi þeirra geti fallið enn meira en bandaríski bankinn Citigroup spáði því að gengi bréfa í Fannie Mae geti farið allt niður í 30 sent á hlut. Fyrir nákvæmlega ári síðan stóð gengi Fannie Mae í 62,5 dölum á hlut. Við lokun markaða í dag stóð það í 73 sentum. Þá stóð gengi Freddie Mac í 59,3 dölum á hlut fyrir ári. Það endaði í 88 sentum í lok dags. Gengi Fannie hækkaði lítillega í utanþingsviðskiptum eftir lokun markaða á meðan Freddie seig um rúm fjögur prósent. Á sama tíma stóð gengi bréfa í DeCode í stað, eða í 1,13 dölum á hlut. Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauk upp um 2,59 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,62 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt á bandarískum fjármálamarkaði í dag í kjölfar yfirtöku ríkisins á fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac. Þetta er jafnframt umfangsmesta björgunaraðgerð í sögu fjármálageirans. Ekki liggur enn fyrir hversu kostnaðarsöm aðgerðin verður en ríkið mun gera allt sem í valdi þess stendur til að koma sjóðunum á réttan kjöl. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar aðgerðir stjórnvalda voru útlistaðar í Washington-borg í gær, að fasteignalánasjóðirnir, sem hefðu um helmingshlutdeild á bandarískum fasteignalánamarkaði, væru svo samofnir þarlendu efnahagslífi að yfirvofandi gjaldþrot þeirra gæti boðið hættunni heim - jafnvel langt út fyrir landssteina. Fréttaskýrendur segja í dag, að hækkun á helstu fjármálamörkuðum heimsins liggi í því að björgunaraðgerðirnar geti leitt til þess að senn sjái fyrir endann á lausafjárþurrðinni - í það minnsta komið jafnvægi á markaðinn - sem plagað hefur fjármálalífið í rúmt ár, líkt og fréttastofa Bloomberg tók til orða nú undir kvöld. Gengi bréfa í fasteignasjóðunum féll um tuttugu prósent þegar fréttist að stjórnvöld ættu í viðræðum um yfirtöku á þeim eftir lokun markaða á föstudag og um tæp níutíu prósent yfir daginn í dag. Fjármálasérfræðingar reikna með að gengi þeirra geti fallið enn meira en bandaríski bankinn Citigroup spáði því að gengi bréfa í Fannie Mae geti farið allt niður í 30 sent á hlut. Fyrir nákvæmlega ári síðan stóð gengi Fannie Mae í 62,5 dölum á hlut. Við lokun markaða í dag stóð það í 73 sentum. Þá stóð gengi Freddie Mac í 59,3 dölum á hlut fyrir ári. Það endaði í 88 sentum í lok dags. Gengi Fannie hækkaði lítillega í utanþingsviðskiptum eftir lokun markaða á meðan Freddie seig um rúm fjögur prósent. Á sama tíma stóð gengi bréfa í DeCode í stað, eða í 1,13 dölum á hlut. Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauk upp um 2,59 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,62 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira