Óttast er um þátttöku Veigars Páls Gunnarssonar í bikarúrslitaleik Stabæk og Vålerenga um helgina en hann meiddist á æfingu í dag.
Veigar fékk högg á ökklann á æfingunni og þurfti hækjur til að ganga um. „Þetta lítur verr út en það er," sagði Veigar Páll við norska fjölmiðla. „Ég er vongóður um að ná bikarúrslitunum en óttast um leið það versta."
„Hann hefur lítinn tíma til að jafna sig fyrir leikinn," sagði Tor Östhagen, sjúkraþjálfari hjá Stabæk. „Hann mun ekki æfa á morgun og við vitum meira á laugardaginn."