Hlutabréf hækka í Evrópu 9. september 2008 09:45 Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag, annan daginn í röð. Hækkanahrina gekk yfir fjármálaheiminn í gær eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu um tímabundna yfirtöku á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnudag. Af evrópskum mörkuðum gætir mestrar hækkunar í Bretlandi um þessar mundir. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,11 prósent. Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) var lokuð mestan part í gær en þá olli óvenjumikil velta með hlutabréf því að kerfisbilun kom upp í kauphallarkerfinu í morgunsárið. Viðskipti hófust ekki á ný fyrr en síðla dags og héldu viðskipti áfram í hálftíma, eða þar til markaðurinn lokaði á venjulegum tíma. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,62 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,68 prósent. Hlutabréfamarkaðir í Asíu stóðu hins vegar á rauðu í dag en Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,77 prósent. Hlutabréfavísitölur á Norðurlöndunum eru beggja vegna núllsins en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 0,22 prósent. Mest er lækkunin í Noregi en aðalvísitalan þar hefur farið niður um 1,67 prósent á sama tíma og hún hefur hækkað um 0,8 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag, annan daginn í röð. Hækkanahrina gekk yfir fjármálaheiminn í gær eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu um tímabundna yfirtöku á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnudag. Af evrópskum mörkuðum gætir mestrar hækkunar í Bretlandi um þessar mundir. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,11 prósent. Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) var lokuð mestan part í gær en þá olli óvenjumikil velta með hlutabréf því að kerfisbilun kom upp í kauphallarkerfinu í morgunsárið. Viðskipti hófust ekki á ný fyrr en síðla dags og héldu viðskipti áfram í hálftíma, eða þar til markaðurinn lokaði á venjulegum tíma. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,62 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,68 prósent. Hlutabréfamarkaðir í Asíu stóðu hins vegar á rauðu í dag en Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,77 prósent. Hlutabréfavísitölur á Norðurlöndunum eru beggja vegna núllsins en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 0,22 prósent. Mest er lækkunin í Noregi en aðalvísitalan þar hefur farið niður um 1,67 prósent á sama tíma og hún hefur hækkað um 0,8 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira