Nú stendur yfir æfing hjá Chelsea á Luzhniki vellinum í Moskvu. Bakvörðurinn Ashley Cole þurfti að hætta á æfingunni vegna ökklameiðsla og er hann í nuddi þegar þetta er skrifað.
Cole meiddist eftir viðskipti við Claude Makelele og er óvíst hvort hann verði klár í slaginn á morgun þegar Chelsea og Manchester United mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.