Hannes Þór Halldórsson og Ívar Björnsson, leikmenn Fram, eru komnir aftur til Íslands eftir að hafa dvalist við æfingar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Viking.
Hannes sagði í samtali við norska fjölmiðla að sér hafi gengið ágætlega á æfingunum. „Þetta er skref upp á við fyrir okkur og það tekur tíma að venjast boltanum hér í Noregi," sagði hann.
Egil Östenstad, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viking, sagði að það hefði ekki verið tímabært að bjóða þeim samning nú.
„Við munum fylgjast áfram með þeim og eru góðar líkur á því að við bjóðum þeim hingað aftur til að skoða þá betur," sagði Östenstad.