Augun opnast fyrir jarðvarmanum – og veskin með 30. júlí 2008 00:01 Á kortinu sést hve mörg megavött af jarðvarmaafli væri mögulegt að virkja á hverju svæði fyrir sig og einnig hversu mikið er virkjað nú þegar. Á öllum svæðum eru gríðarmiklir möguleikar til nýtingar. Rauðleitu svæðin eru jarðvarmabelti, sem flest má finna á flekamótum. Vert er þó að geta þess að inni í þessum tölum eru svæði sem tæpast verða virkjuð í fyrirsjáanlegri framtíð, svo sem þjóðgarðar og aðrar verndaðar náttúruperlur. Jarðvarmi er framtíðin. Þetta var samdóma álit nær allra gesta á fjölsóttri ráðstefnu Jarðhitasambands Bandaríkjanna, sem fram fór í New York fyrir réttri viku. Vel á annað hundrað fulltrúa fjárfesta, fjölmiðla og fyrirtækja í jarðvarmageiranum sóttu ráðstefnuna - fleiri en nokkru sinni fyrr ráðstefnu af þessu tagi. Til viðbótar voru á fimmta hundrað manns skráðir í vefútsendingu frá viðburðinum. Þessi áhugi er sagður til marks um að augu fjármálalífsins, sem og almennings, séu loks að opnast til fulls fyrir möguleikum á sviði jarðvarmanýtingar.Námskeið fyrir peningamennYfirskrift ráðstefnunnar var Jarðvarmi 101 - Heitasta hreina orkulindin, með vísan í yfirlýstan tilgang hennar, sem var að uppfræða viðskiptalífið um eðli jarðvarma og nýtingamöguleika hans, einkum í Bandaríkjunum. Helstu styrktaraðilar ráðstefnunnar voru Glitnir, sem er viðloðandi jarðvarmaverkefni um víða veröld, og Ormat, eitt helsta orkufyrirtæki heims á sviði jarðvarma.Í hlutverki uppfræðara voru fjórtán sérfræðingar í geiranum, forstjórar fyrirtækja og aðrir áhrifamenn. Meðal ræðumanna var Arnar Hjartarson, jarðeðlisfræðingur hjá Glitni, sem flutti lærða tölu um borholuprófanir og áhættumat, en Glitnir stærir sig einmitt af því að vera eina fjármálafyrirtækið sem hefur á sínum snærum sérfræðing í jarðvarma sem hefur það að aðalstarfa að meta áhættu af fjárfestingum í jarðvarmaverkefnum.Nokkur erindanna voru afar tæknilegs eðlis, en fjármálamennirnir virtust síður en svo slegnir út af laginu og höfðu augljóslega unnið heimavinnuna sína. Þeir spurðu spurninga um flóknustu atriði og ráku jafnvel virtustu sérfræðinga í geiranum á gat.Gríðarmiklir möguleikar vestraÓlíkt því sem sumir telja þá gerir varminn sem kraumar í íslenskri jörð landið ekki einstakt. Jarðvarmi finnst víða um heim, og það í meira magni en hér. Hér eru framleidd rúm 400 megavött af jarðvarmaafli árlega, samanborið við 3.000 megavött í Bandaríkjunum og 3.200 í Suðaustur-Asíu, einkum Indónesíu og Filippseyjum. Yrði allur kunnur jarðvarmi á Íslandi virkjaður gæti raforkuframleiðsla numið tæpum 6.000 megavöttum, samanborið við um 42 þúsund megavött í Suðaustur-Asíu og um 38 þúsund á vesturströnd Suður-Ameríku.Möguleikarnir eru sömuleiðis gríðarmiklir í Bandaríkjunum, þar sem fræðilega væri hægt að beisla um þrjátíu þúsund megavött af jarðvarmaafli, ef miðað er við þau svæði sem þegar eru kunn. Þó skal taka fram að inni í tölum sem þessum eru svæði sem líklega verða aldrei virkjuð, eða að minnsta kosti ekki í náinni framtíð, svo sem þjóðgarðar og náttúruperlur. Að sögn forsvarsmanna Glitnis er fjárfestingaþörfin í jarðvarmaverkefnum fyrir Bandaríkin ein á bilinu einn til einn og hálfur milljarður Bandaríkjadala á ári hverju næstu árin, og mun líklega rísa í tvo til tvo og hálfan milljarð á ári að nokkrum árum liðnum.Um helmingur bandarískrar raforku er nú framleiddur með kolabrennslu, en einungis um tvö og hálft prósent með endurnýjanlegum orkugjöfum og þar af ekki nema eitt prósent með jarðvarma. Í því felst einmitt sérstaða Íslendinga; við svölum raforkuþörf okkar að 99,9 hundraðshlutum með endurnýjanlegri orku.Fyrirmyndarríkið ÍslandÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var einn aðalræðumanna ráðstefnunnar, og var þar í föngulegum flokki með Alexander Karsner, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna, og Dan Reicher, framkvæmdastjóra loftslags- og orkusviðs Google. Forsetinn rakti hvernig það tók Íslendinga rétt um hálfa öld að kasta kolunum og olíunni fyrir jarðvarmann og umturnast úr samfélagi sem nýtti heitu lindirnar einungis til þvotta á laugardögum, í samfélag sem gengur nær eingöngu fyrir endurnýjanlegri orku, alla daga. „Ef við getum það, 300 þúsund talsins, þá hljóta aðrir að geta það líka," sagði Ólafur og gestir kinkuðu andaktugir kolli. Hann bauð því næst öllum þeim sem efuðust um að jarðvarmanýting væri fýsilegur og arðbær kostur að koma í heimsókn til Íslands og sjá með eigin augum hvað hægt væri að gera.Forsetinn sagðist hafa fundað með fjölda áhrifamanna í Bandaríkjunum um möguleikana á nýtingu jarðvarma þar í landi, meðal annars með verðandi forsetaframbjóðendunum John McCain og Barack Obama, og víðast hvar fengið afar góðar viðtökur. Hann sagðist eiga von á því að viðhorfið til jarðvarmans taki stakkaskiptum að loknum forsetakosningunum í nóvember, þar eð báðir frambjóðendurnir væru umtalsvert jákvæðari í garð þessarar nýju tækni en sitjandi forseti, og hefðu lýst yfir vilja til að greiða leið fyrirtækja í geiranum frekar en nú er.Mótbyr í stjórnkerfinuÞað var raunar leiðandi stef í erindum á ráðstefnunni hve stirt bandaríska regluverkið er gagnvart fyrirtækjum í jarðvarma, þótt þokast hafi hægt í rétta átt á liðnum árum. Um þetta virtust allir sammála, jafnvel aðstoðarorkumálaráðherrann Alexander Karsner. Hann skellti skuldinni þó að mestu á Bandaríkjaþing, sem er undir stjórn demókrata. Karsner sakaði þingmenn um skort á frumkvæði í lagasetningu um endurnýjanlega orkugjafa, og tók reyndar fram að það gilti þvert á flokkslínur.Karsner flutti erindi sitt af gríðarmiklum ákafa, sagði ríkisstjórn landsins mjög spennta fyrir því að stuðla að framgangi fyrirtækja á jarðvarmamarkaði og að bylting hefði þegar orðið í þá veru með auknum áhuga og níutíu milljón dollara þróunarverkefni stjórnarinnar. „Þetta er það sem ég er allra stoltastur af í embættistíð minni," sagði Karsner, og átti þar við það sem hann kallaði „endurreisn jarðvarmans". Nú væri búið að snúa skútunni við. Ráðuneyti hans væri sérlega óvinsælt, nyti einungis 24 prósenta stuðnings, en honum væri sama. Ríkið væri búið að gera sitt og nú væri fjármálalífsins að taka við taumunum. „Við þörfnumst ykkar," sagði hann og beindi orðunum að fulltrúum fjármálastofnana í salnum. Þrátt fyrir fagurgalann virtust ekki allir sannfærðir um heilindi Karsners og hlökkuðu eflaust flestir til forsetakosninganna í haust. Undir smásjánni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Jarðvarmi er framtíðin. Þetta var samdóma álit nær allra gesta á fjölsóttri ráðstefnu Jarðhitasambands Bandaríkjanna, sem fram fór í New York fyrir réttri viku. Vel á annað hundrað fulltrúa fjárfesta, fjölmiðla og fyrirtækja í jarðvarmageiranum sóttu ráðstefnuna - fleiri en nokkru sinni fyrr ráðstefnu af þessu tagi. Til viðbótar voru á fimmta hundrað manns skráðir í vefútsendingu frá viðburðinum. Þessi áhugi er sagður til marks um að augu fjármálalífsins, sem og almennings, séu loks að opnast til fulls fyrir möguleikum á sviði jarðvarmanýtingar.Námskeið fyrir peningamennYfirskrift ráðstefnunnar var Jarðvarmi 101 - Heitasta hreina orkulindin, með vísan í yfirlýstan tilgang hennar, sem var að uppfræða viðskiptalífið um eðli jarðvarma og nýtingamöguleika hans, einkum í Bandaríkjunum. Helstu styrktaraðilar ráðstefnunnar voru Glitnir, sem er viðloðandi jarðvarmaverkefni um víða veröld, og Ormat, eitt helsta orkufyrirtæki heims á sviði jarðvarma.Í hlutverki uppfræðara voru fjórtán sérfræðingar í geiranum, forstjórar fyrirtækja og aðrir áhrifamenn. Meðal ræðumanna var Arnar Hjartarson, jarðeðlisfræðingur hjá Glitni, sem flutti lærða tölu um borholuprófanir og áhættumat, en Glitnir stærir sig einmitt af því að vera eina fjármálafyrirtækið sem hefur á sínum snærum sérfræðing í jarðvarma sem hefur það að aðalstarfa að meta áhættu af fjárfestingum í jarðvarmaverkefnum.Nokkur erindanna voru afar tæknilegs eðlis, en fjármálamennirnir virtust síður en svo slegnir út af laginu og höfðu augljóslega unnið heimavinnuna sína. Þeir spurðu spurninga um flóknustu atriði og ráku jafnvel virtustu sérfræðinga í geiranum á gat.Gríðarmiklir möguleikar vestraÓlíkt því sem sumir telja þá gerir varminn sem kraumar í íslenskri jörð landið ekki einstakt. Jarðvarmi finnst víða um heim, og það í meira magni en hér. Hér eru framleidd rúm 400 megavött af jarðvarmaafli árlega, samanborið við 3.000 megavött í Bandaríkjunum og 3.200 í Suðaustur-Asíu, einkum Indónesíu og Filippseyjum. Yrði allur kunnur jarðvarmi á Íslandi virkjaður gæti raforkuframleiðsla numið tæpum 6.000 megavöttum, samanborið við um 42 þúsund megavött í Suðaustur-Asíu og um 38 þúsund á vesturströnd Suður-Ameríku.Möguleikarnir eru sömuleiðis gríðarmiklir í Bandaríkjunum, þar sem fræðilega væri hægt að beisla um þrjátíu þúsund megavött af jarðvarmaafli, ef miðað er við þau svæði sem þegar eru kunn. Þó skal taka fram að inni í tölum sem þessum eru svæði sem líklega verða aldrei virkjuð, eða að minnsta kosti ekki í náinni framtíð, svo sem þjóðgarðar og náttúruperlur. Að sögn forsvarsmanna Glitnis er fjárfestingaþörfin í jarðvarmaverkefnum fyrir Bandaríkin ein á bilinu einn til einn og hálfur milljarður Bandaríkjadala á ári hverju næstu árin, og mun líklega rísa í tvo til tvo og hálfan milljarð á ári að nokkrum árum liðnum.Um helmingur bandarískrar raforku er nú framleiddur með kolabrennslu, en einungis um tvö og hálft prósent með endurnýjanlegum orkugjöfum og þar af ekki nema eitt prósent með jarðvarma. Í því felst einmitt sérstaða Íslendinga; við svölum raforkuþörf okkar að 99,9 hundraðshlutum með endurnýjanlegri orku.Fyrirmyndarríkið ÍslandÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var einn aðalræðumanna ráðstefnunnar, og var þar í föngulegum flokki með Alexander Karsner, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna, og Dan Reicher, framkvæmdastjóra loftslags- og orkusviðs Google. Forsetinn rakti hvernig það tók Íslendinga rétt um hálfa öld að kasta kolunum og olíunni fyrir jarðvarmann og umturnast úr samfélagi sem nýtti heitu lindirnar einungis til þvotta á laugardögum, í samfélag sem gengur nær eingöngu fyrir endurnýjanlegri orku, alla daga. „Ef við getum það, 300 þúsund talsins, þá hljóta aðrir að geta það líka," sagði Ólafur og gestir kinkuðu andaktugir kolli. Hann bauð því næst öllum þeim sem efuðust um að jarðvarmanýting væri fýsilegur og arðbær kostur að koma í heimsókn til Íslands og sjá með eigin augum hvað hægt væri að gera.Forsetinn sagðist hafa fundað með fjölda áhrifamanna í Bandaríkjunum um möguleikana á nýtingu jarðvarma þar í landi, meðal annars með verðandi forsetaframbjóðendunum John McCain og Barack Obama, og víðast hvar fengið afar góðar viðtökur. Hann sagðist eiga von á því að viðhorfið til jarðvarmans taki stakkaskiptum að loknum forsetakosningunum í nóvember, þar eð báðir frambjóðendurnir væru umtalsvert jákvæðari í garð þessarar nýju tækni en sitjandi forseti, og hefðu lýst yfir vilja til að greiða leið fyrirtækja í geiranum frekar en nú er.Mótbyr í stjórnkerfinuÞað var raunar leiðandi stef í erindum á ráðstefnunni hve stirt bandaríska regluverkið er gagnvart fyrirtækjum í jarðvarma, þótt þokast hafi hægt í rétta átt á liðnum árum. Um þetta virtust allir sammála, jafnvel aðstoðarorkumálaráðherrann Alexander Karsner. Hann skellti skuldinni þó að mestu á Bandaríkjaþing, sem er undir stjórn demókrata. Karsner sakaði þingmenn um skort á frumkvæði í lagasetningu um endurnýjanlega orkugjafa, og tók reyndar fram að það gilti þvert á flokkslínur.Karsner flutti erindi sitt af gríðarmiklum ákafa, sagði ríkisstjórn landsins mjög spennta fyrir því að stuðla að framgangi fyrirtækja á jarðvarmamarkaði og að bylting hefði þegar orðið í þá veru með auknum áhuga og níutíu milljón dollara þróunarverkefni stjórnarinnar. „Þetta er það sem ég er allra stoltastur af í embættistíð minni," sagði Karsner, og átti þar við það sem hann kallaði „endurreisn jarðvarmans". Nú væri búið að snúa skútunni við. Ráðuneyti hans væri sérlega óvinsælt, nyti einungis 24 prósenta stuðnings, en honum væri sama. Ríkið væri búið að gera sitt og nú væri fjármálalífsins að taka við taumunum. „Við þörfnumst ykkar," sagði hann og beindi orðunum að fulltrúum fjármálastofnana í salnum. Þrátt fyrir fagurgalann virtust ekki allir sannfærðir um heilindi Karsners og hlökkuðu eflaust flestir til forsetakosninganna í haust.
Undir smásjánni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira