Gengi Lehmans Brothers hrundi um 40 prósent 9. september 2008 20:33 Fyrir utan höfuðstöðvar Lehman Brothers í New York í Bandaríkjunum. Næstum því helmingurinn af markaðsverðmæti bankans gufaði upp í dag. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Lehman Brothers, fjórða umsvifamesta fjárfestingabanka Bandaríkjanna hrundi um 45 prósent á hlutabréfamarkaði í dag og dró markaðinn með sér í fallinu vestanhafs. Fjárfestar óttast nú að bankinn geti orðið gjaldþrota en hann leitar nú logandi ljósi að kaupanda að eignum sínum. Orðrómur fór á kreik um hugsanlegt andlát Lehman Brothers um það leyti sem fjárfestingabankinn J.P. Morgan og bandaríski seðlabankinn forðuðu fjárfestingabankanum Bear Stearns frá sömu örlögum á vordögum. Síðustu daga hafa átt sér stað viðræður á milli forráðamanna Lehmans og kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Þær viðræður hafa nú runnið út í sandinn og leitar bankinn nú leiða til að bæta eiginfjárstöðu sína með sölu eigna, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Associated Press-fréttastofan bætir því við að þrengingar bankans hafi vakið ugg í röðum fjárfesta og telji þeir fjármálageirann enn standa á brauðfótum þrátt fyrir að fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eigi nú bakland hjá bandaríska ríkinu. Gengi hlutabréfa í bankanum snerti methæðir 14. nóvember síðastliðinn þegar það fór í 67,73 dali á hlut. Miðað við þróun hlutabréfaverðs í bankanum í dag nemur fallið 87 prósentum frá hæsta gildi. Fallið smitaði út frá sér á alþjóðlega hlutabréfamarkaði og skýrir að nokkru leyti fall Úrvalsvísitölunnar hér. Hún féll um 2,47 prósent auk þess sem gengi krónunnar veiktist um 1,7 prósent. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,43 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,64 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Lehman Brothers, fjórða umsvifamesta fjárfestingabanka Bandaríkjanna hrundi um 45 prósent á hlutabréfamarkaði í dag og dró markaðinn með sér í fallinu vestanhafs. Fjárfestar óttast nú að bankinn geti orðið gjaldþrota en hann leitar nú logandi ljósi að kaupanda að eignum sínum. Orðrómur fór á kreik um hugsanlegt andlát Lehman Brothers um það leyti sem fjárfestingabankinn J.P. Morgan og bandaríski seðlabankinn forðuðu fjárfestingabankanum Bear Stearns frá sömu örlögum á vordögum. Síðustu daga hafa átt sér stað viðræður á milli forráðamanna Lehmans og kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Þær viðræður hafa nú runnið út í sandinn og leitar bankinn nú leiða til að bæta eiginfjárstöðu sína með sölu eigna, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Associated Press-fréttastofan bætir því við að þrengingar bankans hafi vakið ugg í röðum fjárfesta og telji þeir fjármálageirann enn standa á brauðfótum þrátt fyrir að fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eigi nú bakland hjá bandaríska ríkinu. Gengi hlutabréfa í bankanum snerti methæðir 14. nóvember síðastliðinn þegar það fór í 67,73 dali á hlut. Miðað við þróun hlutabréfaverðs í bankanum í dag nemur fallið 87 prósentum frá hæsta gildi. Fallið smitaði út frá sér á alþjóðlega hlutabréfamarkaði og skýrir að nokkru leyti fall Úrvalsvísitölunnar hér. Hún féll um 2,47 prósent auk þess sem gengi krónunnar veiktist um 1,7 prósent. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,43 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,64 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira