Ímyndun, ímynd og sjálfsmynd 6. nóvember 2008 05:00 Hjálmar Sveinsson leiðir skoðanaskipti á fundi í kvöld. Í kvöld heldur áfram umræðan um hvað við erum, hvað við viljum vera og hvað við þykjumst vera. Í ReykjavíkurAkademíunni Hringbraut 121, 4. hæð verður fundað um fallvaltar ímyndir lands og þjóðar eftir „hrunið". Þátttakendur verða Árni Finnsson, Björn Friðfinnsson, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Þorfinnur Ómarsson og Þorgerður Þorvaldsdóttir. Í stuttum erindum munu þátttakendur í umræðunum fjalla um hvernig ímyndir um Ísland hafa birst varðandi alþjóðaviðskipti og -stjórnmál, jafnréttismál, listir og menningu og ferðamál, hvernig brugðist hafi verið við þessum ímyndum og hvort og hvaða áhrif megi vænta að „hrunið" hafi á þessi viðhorf. Hjálmar Sveinsson hefur stjórn á umræðunni og gerir athugasemdir og stýrir almennum umræðum eftir erindin. Nú er sá tími upprunninn að ræða verður hvað hefur ráðið í ímyndarsköpun þjóðarinnar: hvernig komum við fram á alþjóðavettvangi - hvað þykjumst við vera - og hvað erum við? Fundurinn í kvöld er einn af mörgum vettvöngum sem eru að opnast hvar sem menn koma saman og leiða þá fljótt hugann að því sem fór miður og hvað er þá til ráða. Mikilvægasta umræða lýðveldistímans er hafin. Fundurinn hefst kl. 20 í kvöld og er áætlað að hann standi í tvær klukkustundir en umræðan heldur áfram.- pbb Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í kvöld heldur áfram umræðan um hvað við erum, hvað við viljum vera og hvað við þykjumst vera. Í ReykjavíkurAkademíunni Hringbraut 121, 4. hæð verður fundað um fallvaltar ímyndir lands og þjóðar eftir „hrunið". Þátttakendur verða Árni Finnsson, Björn Friðfinnsson, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Þorfinnur Ómarsson og Þorgerður Þorvaldsdóttir. Í stuttum erindum munu þátttakendur í umræðunum fjalla um hvernig ímyndir um Ísland hafa birst varðandi alþjóðaviðskipti og -stjórnmál, jafnréttismál, listir og menningu og ferðamál, hvernig brugðist hafi verið við þessum ímyndum og hvort og hvaða áhrif megi vænta að „hrunið" hafi á þessi viðhorf. Hjálmar Sveinsson hefur stjórn á umræðunni og gerir athugasemdir og stýrir almennum umræðum eftir erindin. Nú er sá tími upprunninn að ræða verður hvað hefur ráðið í ímyndarsköpun þjóðarinnar: hvernig komum við fram á alþjóðavettvangi - hvað þykjumst við vera - og hvað erum við? Fundurinn í kvöld er einn af mörgum vettvöngum sem eru að opnast hvar sem menn koma saman og leiða þá fljótt hugann að því sem fór miður og hvað er þá til ráða. Mikilvægasta umræða lýðveldistímans er hafin. Fundurinn hefst kl. 20 í kvöld og er áætlað að hann standi í tvær klukkustundir en umræðan heldur áfram.- pbb
Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira