Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti.
„Allir leikmenn áttu góðan leik í kvöld og það er gaman að geta brosað," sagði Del Piero sem vonast til að þessi sigur í kvöld verði fyrsta skref Juventus út úr þeim vandræðum sem liðið hefur verið í nú í upphafi tímabils.
Amauri bætti við marki fyrir Juventus áður en Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn seint í leiknum. „Þetta var stórt skref og vonandi munu fleiri fylgja í kjölfarið. Þetta var frábær dagur, erfiður leikur en við unnum hann á baráttunni," sagði Del Piero.