Eiður Smári Guðjohnsen fær góða dóma fyrir frammistöðu sína í leik Barcelona og Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í gær.
Barcelona vann 4-0 sigur þar sem Thierry Henry skoraði þrennu. Eiður Smári lék allan leikinn í liði Börsunga og var þetta í fjórða skiptið á tímabilinu sem hann er í byrjunarliðinu og í annað skiptið sem hann klárar allan leikinn.
Eiður fær 7,5 í einkunn bæði hjá goal.com og Diario Sport. Í umsögn goal.com segir að Eiður hafi staðið sig vel, sé áreiðanlegur og afar viljugur leikmaður. Í umsögn sinni um Xavi, sem fær átta í einkunn, segir að samstarf hans og Eiðs Smára sé einstaklega gott og mikill skiliningur sem ríki á milli þeirra.
Thierry Henry var valinn maður leiksins á báðum miðlum en hann fékk níu í einkunn fyrir frammistöðu sína.