Einleikur Jóns Atla vekur athygli ytra 30. nóvember 2008 08:00 Verk sem á við Djúpið er einleikur Jóns Atla um mann sem lendir í sjóskaða. Hann neyðist til að synda í land, eitthvað sem erlend leikhús telja lýsandi fyrir ástand Íslands um þessar mundir. MYND/fréttablaðið/Valli Jón Atli Jónasson frumsýnir eftir áramót einleik sinn Djúpið. Ingvar E. Sigurðsson fer þar með hlutverk manns sem lendir í skip-skaða og þarf að synda til lands. Á meðan sundinu stendur horfist skipbrotsmaðurinn í augu við það sem skiptir hann mestu máli í lífinu. Þrátt fyrir að Djúpið hafi ekki komið fyrir augu Íslendinga hafa erlendir aðilar sýnt því mikinn áhuga. Skosk, sænsk og dönsk leikhús hafa þegar tryggt sér sýningarréttinn og er verið að vinna í því að koma verkinu á dagskrá þar. „Þeim finnst þetta vera nokkurn veginn lýsandi fyrir stöðu íslensku þjóðarinnar um þessar mundir," segir Jón Atli í samtali við Fréttablaðið. Þetta verður í fyrsta skipti sem Jón Atli leikstýrir sjálfur. Hann viðurkennir að það sé hálfpartinn ástæðan fyrir skrifunum, hann hafi viljað reyna fyrir sér í leikstjórastólnum. „Annars gaukaði Reynir Lyngdal þessari hugmynd að mér fyrir um ári og þetta hefur verið að mallast í kollinum á mér síðan þá," útskýrir Jón. Sjálfur var leikskáldið til sjós á sínum „yngri" árum en segist aldrei hafa óttast að lenda í skipskaða. „Hins vegar voru menn með mér um borð sem sváfu í björgunarvestum," segir Jón Atli. Hann fer ekki dult með þá skoðun sína að sjóslys og mannskaðar úti á hafi markað djúp spor í íslenska sögu. „Þetta er eitthvað sem hefur fylgt íslensku þjóðinni, alveg frá því að við rerum út á opnum árabátum," segir Jón en í verkinu er ekki heldur gert lítið úr þætti kvenna í lífi sjómanna. „Það eru náttúrlega ekki bara mennirnir sem lögðu allt í sölurnar heldur líka eiginkonurnar. Konan keyrði manninn sinn niður á bryggju og hann fór á sjóinn. Hún sá síðan um að ala upp börnin, halda heimilinu gangandi og vann kannski sjálf í frystihúsinu." Jón Atli er sammála því að umhverfið sem nú er að rísa upp sé ákaflega frjór jarðvegur fyrir íslenska listamenn. Hann bætir því við að menn geti ekki horft framhjá öllum þeim breytingum sem hafa átt sér stað og munu eiga sér stað og verði að taka þær með í reikninginn. „Ég nefni bara sem dæmi að ég er að fara að sýna með Jóni Páli Eyjólfssyni og Halli Ingólfssyni í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Við getum ekkert hundsað þessar breytingar og hvernig aðstæður hafa breyst síðan við skrifuðum undir samninginn. Þetta er jú bara eins og múrinn hafi fallið," segir Jón.-fgg Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Jón Atli Jónasson frumsýnir eftir áramót einleik sinn Djúpið. Ingvar E. Sigurðsson fer þar með hlutverk manns sem lendir í skip-skaða og þarf að synda til lands. Á meðan sundinu stendur horfist skipbrotsmaðurinn í augu við það sem skiptir hann mestu máli í lífinu. Þrátt fyrir að Djúpið hafi ekki komið fyrir augu Íslendinga hafa erlendir aðilar sýnt því mikinn áhuga. Skosk, sænsk og dönsk leikhús hafa þegar tryggt sér sýningarréttinn og er verið að vinna í því að koma verkinu á dagskrá þar. „Þeim finnst þetta vera nokkurn veginn lýsandi fyrir stöðu íslensku þjóðarinnar um þessar mundir," segir Jón Atli í samtali við Fréttablaðið. Þetta verður í fyrsta skipti sem Jón Atli leikstýrir sjálfur. Hann viðurkennir að það sé hálfpartinn ástæðan fyrir skrifunum, hann hafi viljað reyna fyrir sér í leikstjórastólnum. „Annars gaukaði Reynir Lyngdal þessari hugmynd að mér fyrir um ári og þetta hefur verið að mallast í kollinum á mér síðan þá," útskýrir Jón. Sjálfur var leikskáldið til sjós á sínum „yngri" árum en segist aldrei hafa óttast að lenda í skipskaða. „Hins vegar voru menn með mér um borð sem sváfu í björgunarvestum," segir Jón Atli. Hann fer ekki dult með þá skoðun sína að sjóslys og mannskaðar úti á hafi markað djúp spor í íslenska sögu. „Þetta er eitthvað sem hefur fylgt íslensku þjóðinni, alveg frá því að við rerum út á opnum árabátum," segir Jón en í verkinu er ekki heldur gert lítið úr þætti kvenna í lífi sjómanna. „Það eru náttúrlega ekki bara mennirnir sem lögðu allt í sölurnar heldur líka eiginkonurnar. Konan keyrði manninn sinn niður á bryggju og hann fór á sjóinn. Hún sá síðan um að ala upp börnin, halda heimilinu gangandi og vann kannski sjálf í frystihúsinu." Jón Atli er sammála því að umhverfið sem nú er að rísa upp sé ákaflega frjór jarðvegur fyrir íslenska listamenn. Hann bætir því við að menn geti ekki horft framhjá öllum þeim breytingum sem hafa átt sér stað og munu eiga sér stað og verði að taka þær með í reikninginn. „Ég nefni bara sem dæmi að ég er að fara að sýna með Jóni Páli Eyjólfssyni og Halli Ingólfssyni í Borgarleikhúsinu eftir áramót. Við getum ekkert hundsað þessar breytingar og hvernig aðstæður hafa breyst síðan við skrifuðum undir samninginn. Þetta er jú bara eins og múrinn hafi fallið," segir Jón.-fgg
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira