Jákvæð skilaboð á erfiðum tíma 14. október 2008 06:00 Jón Ólafsson athafnamaður sagði frá kynnum sínum af Maxine, sem hefur hjálpað honum með sín andlegu mál. Fjöldi fólks mætti á Hótel Borg síðastliðið fimmtudagskvöld til að hlusta á uppbyggilegan boðskap sem er byggður á nýútkominni bók Maxine Gaudio, Ferðalagið að kjarna sjálfsins. Salka forlag gefur bókina út í íslenskri þýðingu Malínar Brand og að sögn Hildar Hermóðsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Sölku, var stemningin góð. „Jón Ólafsson, athafnamaður og vatnsbóndi, sagði frá kynnum sínum af Maxine. Hún hefur verið að hjálpa honum með sín andlegu mál og hann hældi bæði henni og bókinni mikið. Malín var einnig með upplestur og Diddú söng nokkur lög af væntanlegri plötu sinni áður en Maxine sagði frá sér og bókinni," segir Hildur, en Maxine er heilari og orkumeistari sem býr til skiptis á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur stúderað íslenska þjóðarsál og leiðbeint mörgum hérlendis í átt til betra lífs. „Bókin er í raun ævisaga sem fjallar um hvernig fólk getur tekið á sínum vandamálum, unnið úr þeim og látið sér líða betur svo hún ber mjög jákvæð og góð skilaboð á þessum erfiðu tímum," segir Hildur. - ag Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fjöldi fólks mætti á Hótel Borg síðastliðið fimmtudagskvöld til að hlusta á uppbyggilegan boðskap sem er byggður á nýútkominni bók Maxine Gaudio, Ferðalagið að kjarna sjálfsins. Salka forlag gefur bókina út í íslenskri þýðingu Malínar Brand og að sögn Hildar Hermóðsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Sölku, var stemningin góð. „Jón Ólafsson, athafnamaður og vatnsbóndi, sagði frá kynnum sínum af Maxine. Hún hefur verið að hjálpa honum með sín andlegu mál og hann hældi bæði henni og bókinni mikið. Malín var einnig með upplestur og Diddú söng nokkur lög af væntanlegri plötu sinni áður en Maxine sagði frá sér og bókinni," segir Hildur, en Maxine er heilari og orkumeistari sem býr til skiptis á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur stúderað íslenska þjóðarsál og leiðbeint mörgum hérlendis í átt til betra lífs. „Bókin er í raun ævisaga sem fjallar um hvernig fólk getur tekið á sínum vandamálum, unnið úr þeim og látið sér líða betur svo hún ber mjög jákvæð og góð skilaboð á þessum erfiðu tímum," segir Hildur. - ag
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira