Messi bjargaði Barcelona - 100. mark Gerrard Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2008 20:44 Steven Gerrard fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Liverpool og Barcelona unnu góða sigra í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea gerði jafntefli í Rúmeníu. Snemma varð ljóst í leik Liverpool og PSV Eindhoven í D-riðli að þeir hollensku ætluðu að pakka í vörn og treysta á skyndisóknir. En þeir áttu ekkert svar við hröðum sóknarleik Liverpool og strax á fjórðu mínútu uppskáru heimamenn horn. Upp úr því kom fyrsta markið sem Dirk Kuyt skoraði eftir að Andreas Isaksson hafði varið frá Fernando Torres. Stuttu síðar lagði svo Torres upp mark fyrir Robbie Keane, hans fyrsta fyrir Liverpool. Sendingin kom frá hægri og snerting Keane var glæsileg - boltinn læddist í hornið. Til að kóróna daginn náði Steven Gerrard að skora sitt 100. mark fyrir Liverpool með marki upp úr aukaspyrnu í síðari hálfleik. Ekta mark fyrir Gerrard og einkar glæsilegt. Skipti engu þó svo að Danny Koevermans hafi minnkað muninn fyrir PSV aðeins mínútu síðar. Barcelona lenti í kröppum dansi í Úkraínu er liðið mætti Shaktar Donetsk í C-riðli. Það var Ilsinho sem kom heimamönnum yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar lengi. Það er að segja þar til að Pep Guardiola, stjóri Barcelona, gerði þrjár breytingar og setti þá Lionel Messi, Bojan Krkic og Eið Smára Guðjohnsen inn á. Því er skemmst frá að segja að Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Börsunga og tryggði þeim ótrúlegan sigur í leiknum. Fyrra markið kom eftir fyrirgjöf Krkic frá hægri en markvörður þeirra úkraínsku missti boltann úr greipum sér. Messi þurfti því bara að ýta boltanum yfir línuna. Xavi lagði svo upp sigurmark Messi þegar tuttugu sekúndur voru eftir að uppbótartímanum. Messi fékk boltann inn í teignum og lyfti honum yfir markvörðinn. Ótrúlegur sigur Börsunga staðreynd. Í A-riðli gerði Chelsea markalaust jafntefli við Cluj á útivelli og Rómverjar unnu góðan sigur á Bordeaux í Frakklandi, 3-1. Þá má einnig greina frá því að kýpverska liðið Anorthosis vann góðan 3-1 sigur á Panathinaikos á heimavelli í kvöld. Kýpverjarnir lögðu Olympiakos í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því litla liður frá Kýpur lagt risana tvo frá Grikklandi í Meistaradeildinni á tímabilinu.Úrslit kvöldsins: A-riðill:Cluj - Chelsea 0-0Bordeaux - Roma 1-2 1-0 Yoann Gourcuff (18.) 1-1 Mirko Vucinic (64.) 1-2 Julio Baptista (71.) Rautt: Henrique, Bordeaux (36.)Staðan: Chelsea 4 stig (+4 í markatölu) Cluj 4 (+1) Roma 3 (+1) Bordeaux 0 (-6) B-riðill:Anorthosis - Panathinaikos 3-1 1-0 Sarrigui, sjálfsmark (11.) 2-0 Sinisa Kobrasinovic (15.) 2-1 Dimitrios Salpingidis, víti (28.) 3-1 Hawar Taher (78.)Inter - Bremen 1-1 1-0 Maicon (13.) 1-1 Claudio Pizarro (62.)Staðan: Anorthosis 4 stig (+2 í markatölu) Inter 4 (+2) Bremen 2 (0) Panathinaikos 0 (-4) C-riðill:Sporting Lissabon - Basel 2-0 1-0 Leandro Romagnoli (55.) 2-0 Derlei (86.)Shaktar Donetskt - Barcelona 1-2 1-0 Ilsinho (45.) 1-1 Lionel Messi (86.) 1-2 Lionel Messi (94.)Staðan: Barcelona 6 stig (+3 í markatölu) Shaktar 3 (0) Sporting 3 (0) Basel 0 (-3) D-riðill:Liverpool - PSV Eindhoven 3-1 1-0 Dirk Kuyt (5.) 2-0 Robbie Keane (34.) 3-0 Steven Gerrard (76.) 3-1 Danny Koevermans (77.)Atletico Madrid - Marseille 2-1 1-0 Sergio Agüero (4.) 1-1 Mamadou Niang (16.) 2-1 Raul Garcia (22.) Staðan: Atletico 6 stig (+4 í markatölu) Liverpool 6 (+3) Marseille 0 (-2) PSV 0 (-5) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Sjá meira
Liverpool og Barcelona unnu góða sigra í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea gerði jafntefli í Rúmeníu. Snemma varð ljóst í leik Liverpool og PSV Eindhoven í D-riðli að þeir hollensku ætluðu að pakka í vörn og treysta á skyndisóknir. En þeir áttu ekkert svar við hröðum sóknarleik Liverpool og strax á fjórðu mínútu uppskáru heimamenn horn. Upp úr því kom fyrsta markið sem Dirk Kuyt skoraði eftir að Andreas Isaksson hafði varið frá Fernando Torres. Stuttu síðar lagði svo Torres upp mark fyrir Robbie Keane, hans fyrsta fyrir Liverpool. Sendingin kom frá hægri og snerting Keane var glæsileg - boltinn læddist í hornið. Til að kóróna daginn náði Steven Gerrard að skora sitt 100. mark fyrir Liverpool með marki upp úr aukaspyrnu í síðari hálfleik. Ekta mark fyrir Gerrard og einkar glæsilegt. Skipti engu þó svo að Danny Koevermans hafi minnkað muninn fyrir PSV aðeins mínútu síðar. Barcelona lenti í kröppum dansi í Úkraínu er liðið mætti Shaktar Donetsk í C-riðli. Það var Ilsinho sem kom heimamönnum yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar lengi. Það er að segja þar til að Pep Guardiola, stjóri Barcelona, gerði þrjár breytingar og setti þá Lionel Messi, Bojan Krkic og Eið Smára Guðjohnsen inn á. Því er skemmst frá að segja að Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Börsunga og tryggði þeim ótrúlegan sigur í leiknum. Fyrra markið kom eftir fyrirgjöf Krkic frá hægri en markvörður þeirra úkraínsku missti boltann úr greipum sér. Messi þurfti því bara að ýta boltanum yfir línuna. Xavi lagði svo upp sigurmark Messi þegar tuttugu sekúndur voru eftir að uppbótartímanum. Messi fékk boltann inn í teignum og lyfti honum yfir markvörðinn. Ótrúlegur sigur Börsunga staðreynd. Í A-riðli gerði Chelsea markalaust jafntefli við Cluj á útivelli og Rómverjar unnu góðan sigur á Bordeaux í Frakklandi, 3-1. Þá má einnig greina frá því að kýpverska liðið Anorthosis vann góðan 3-1 sigur á Panathinaikos á heimavelli í kvöld. Kýpverjarnir lögðu Olympiakos í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því litla liður frá Kýpur lagt risana tvo frá Grikklandi í Meistaradeildinni á tímabilinu.Úrslit kvöldsins: A-riðill:Cluj - Chelsea 0-0Bordeaux - Roma 1-2 1-0 Yoann Gourcuff (18.) 1-1 Mirko Vucinic (64.) 1-2 Julio Baptista (71.) Rautt: Henrique, Bordeaux (36.)Staðan: Chelsea 4 stig (+4 í markatölu) Cluj 4 (+1) Roma 3 (+1) Bordeaux 0 (-6) B-riðill:Anorthosis - Panathinaikos 3-1 1-0 Sarrigui, sjálfsmark (11.) 2-0 Sinisa Kobrasinovic (15.) 2-1 Dimitrios Salpingidis, víti (28.) 3-1 Hawar Taher (78.)Inter - Bremen 1-1 1-0 Maicon (13.) 1-1 Claudio Pizarro (62.)Staðan: Anorthosis 4 stig (+2 í markatölu) Inter 4 (+2) Bremen 2 (0) Panathinaikos 0 (-4) C-riðill:Sporting Lissabon - Basel 2-0 1-0 Leandro Romagnoli (55.) 2-0 Derlei (86.)Shaktar Donetskt - Barcelona 1-2 1-0 Ilsinho (45.) 1-1 Lionel Messi (86.) 1-2 Lionel Messi (94.)Staðan: Barcelona 6 stig (+3 í markatölu) Shaktar 3 (0) Sporting 3 (0) Basel 0 (-3) D-riðill:Liverpool - PSV Eindhoven 3-1 1-0 Dirk Kuyt (5.) 2-0 Robbie Keane (34.) 3-0 Steven Gerrard (76.) 3-1 Danny Koevermans (77.)Atletico Madrid - Marseille 2-1 1-0 Sergio Agüero (4.) 1-1 Mamadou Niang (16.) 2-1 Raul Garcia (22.) Staðan: Atletico 6 stig (+4 í markatölu) Liverpool 6 (+3) Marseille 0 (-2) PSV 0 (-5)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Sjá meira