Barokk-popp í Langholti 21. nóvember 2008 06:00 Dominque Labelle, yndisleg söngkona með einstök tök á söngstíl barokktímans. Annað kvöld bregður Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir sig betri fætinum, flytur sig af Melunum upp í Langholt: í Langholtskirkju verður besta hljómsveit landsins með efnisskrá sem helguð er helstu perlum barokksins; sum þessara verka eru öllum kunn: Vatnamúsík Händels, Hljómsveitarsvíta nr. 3 eftir Bach, en í henni er einmitt Aría á G-streng, og hin sívinsæla kanón Pachelbels eru þeirra á meðal. Poppið úr barokkinu. Hljómsveitarstjóri er Nicholas Kraemer en einsöng syngur Dominique Labelle, sem hefur hlotið frábærar viðtökur um allan heim fyrir óviðjafnanlega söngrödd sína og túlkun á barokktónlist. Hún er fædd í Montréal en vakti fyrst athygli í rómaðri sviðsetningu Peters Sellars á Don Giovanni sem hann setti niður í Spönsku Harlem og fór víða um heim. Þar söng hún Donnu Önnu. Hún hefur hlotið einstaklega lofsamlega dóma fyrir flutning sinn á verkum Händels og Bachs, en Boston Globe sagði um flutning hennar á kantötu nr. 202 eftir þann síðarnefnda: „Það þurfa allir meiri Dominique inn í líf sitt." Nýverið söng hún einsöng í H-moll messu Bachs á Bach-hátíðinni í Leipzig, og Mattheusarpassíuna með Concertgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam undir stjórn Ivans Fischer, og hún hlaut Händel-verðlaunin árið 2002 fyrir hljóðritun sína á óperunni Arminio. Þessi kona er því meistarasöngvari sem hefur lagt sig sérstaklega eftir barokk-flutningi. Á æfingum fyrir tónleikana í vikunni bræddi hún hjörtu þeirra í Sinfóníunni með yndislegri túlkun sinni og kalla menn þar á bæ ekki allt ömmu sína. Tónleikarnir á föstudaginn hefjast kl. 19.30 og verður húsið opnað klukkustund fyrir tónleikana. Sætaval er frjálst. - pbb Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Annað kvöld bregður Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir sig betri fætinum, flytur sig af Melunum upp í Langholt: í Langholtskirkju verður besta hljómsveit landsins með efnisskrá sem helguð er helstu perlum barokksins; sum þessara verka eru öllum kunn: Vatnamúsík Händels, Hljómsveitarsvíta nr. 3 eftir Bach, en í henni er einmitt Aría á G-streng, og hin sívinsæla kanón Pachelbels eru þeirra á meðal. Poppið úr barokkinu. Hljómsveitarstjóri er Nicholas Kraemer en einsöng syngur Dominique Labelle, sem hefur hlotið frábærar viðtökur um allan heim fyrir óviðjafnanlega söngrödd sína og túlkun á barokktónlist. Hún er fædd í Montréal en vakti fyrst athygli í rómaðri sviðsetningu Peters Sellars á Don Giovanni sem hann setti niður í Spönsku Harlem og fór víða um heim. Þar söng hún Donnu Önnu. Hún hefur hlotið einstaklega lofsamlega dóma fyrir flutning sinn á verkum Händels og Bachs, en Boston Globe sagði um flutning hennar á kantötu nr. 202 eftir þann síðarnefnda: „Það þurfa allir meiri Dominique inn í líf sitt." Nýverið söng hún einsöng í H-moll messu Bachs á Bach-hátíðinni í Leipzig, og Mattheusarpassíuna með Concertgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam undir stjórn Ivans Fischer, og hún hlaut Händel-verðlaunin árið 2002 fyrir hljóðritun sína á óperunni Arminio. Þessi kona er því meistarasöngvari sem hefur lagt sig sérstaklega eftir barokk-flutningi. Á æfingum fyrir tónleikana í vikunni bræddi hún hjörtu þeirra í Sinfóníunni með yndislegri túlkun sinni og kalla menn þar á bæ ekki allt ömmu sína. Tónleikarnir á föstudaginn hefjast kl. 19.30 og verður húsið opnað klukkustund fyrir tónleikana. Sætaval er frjálst. - pbb
Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira