Grýla og familía 28. nóvember 2008 04:00 Brian Pilkington myndlistarmaður. Fréttablaðið/Valli Í dag er opnuð sýning í Hafnarborg á nýjum myndskreytingum eftir Brian Pilkington af íslensku jólasveinunum, foreldrum þeirra, Grýlu og Leppalúða, þessari séríslensku vandamálafjölskyldu. Sýningin mun standa fram á þrettándann og er tilvalið að fara með börnin í Fjörðinn til að skoða þessar teikningar Brians. Brian Pilkington er fæddur í Englandi 1950. Hann er þekktur fyrir snjallar bókaskreytingar og hefur skrifað og myndskreytt fjölda barnabóka, bæði fyrir íslenskan og erlendan markað. Meðal bóka Brians má nefna Örkin hans Nonna (1988), Afi gamli jólasveinn (1990), Ástarsaga úr fjöllunum (höfundur texta: Guðrún Helgadóttir 1981), Hundrað ára afmælið (höf. texta: Þráinn Bertelsson 1984) og Blómin í túninu (höf. texta: Ingibjörg Sigurðardóttir, 1985). Árið 2003 hlaut Brian Dimmalimm, íslensku myndskreytiverðlaunin, fyrir bók sína Mánasteinar í vasa. Á síðustu árum hafa bækur Brians um íslenska þjóðtrú og vættir vakið athygli innanlands og utan og eru myndskreytingar hans af jólasveinunum skemmtileg viðbót í þá flóru. Sýningin er í veitingastofu Hafnarborgar sem er opin alla virka daga frá kl. 11-19, fimmtudaga til kl. 21 og um helgar frá kl. 11-17. Veitingasala Hafnarborgar er rekin af Manni lifandi en fyrirtækið er þekkt fyrir frábæra heilsurétti og kökur. Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag er opnuð sýning í Hafnarborg á nýjum myndskreytingum eftir Brian Pilkington af íslensku jólasveinunum, foreldrum þeirra, Grýlu og Leppalúða, þessari séríslensku vandamálafjölskyldu. Sýningin mun standa fram á þrettándann og er tilvalið að fara með börnin í Fjörðinn til að skoða þessar teikningar Brians. Brian Pilkington er fæddur í Englandi 1950. Hann er þekktur fyrir snjallar bókaskreytingar og hefur skrifað og myndskreytt fjölda barnabóka, bæði fyrir íslenskan og erlendan markað. Meðal bóka Brians má nefna Örkin hans Nonna (1988), Afi gamli jólasveinn (1990), Ástarsaga úr fjöllunum (höfundur texta: Guðrún Helgadóttir 1981), Hundrað ára afmælið (höf. texta: Þráinn Bertelsson 1984) og Blómin í túninu (höf. texta: Ingibjörg Sigurðardóttir, 1985). Árið 2003 hlaut Brian Dimmalimm, íslensku myndskreytiverðlaunin, fyrir bók sína Mánasteinar í vasa. Á síðustu árum hafa bækur Brians um íslenska þjóðtrú og vættir vakið athygli innanlands og utan og eru myndskreytingar hans af jólasveinunum skemmtileg viðbót í þá flóru. Sýningin er í veitingastofu Hafnarborgar sem er opin alla virka daga frá kl. 11-19, fimmtudaga til kl. 21 og um helgar frá kl. 11-17. Veitingasala Hafnarborgar er rekin af Manni lifandi en fyrirtækið er þekkt fyrir frábæra heilsurétti og kökur.
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira