Ferguson segir United ekki í lægð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2008 11:13 Ferguson á blaðamannafundi. Nordic Photos / Getty Images Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé ekki í lægð þessa stunda þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið leik í rúmar tvær vikur. Síðan að United vann 2-1 sigur á Arsenal þann 13. apríl síðastliðinn hefur liðið gert jafntefli við Blackburn og tapað fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið gerði jafntefli við Barcelona í Meistaradeildinni. United tekur á móti Barcelona á Old Trafford í kvöld í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar. „Það skiptir ekki máli hvað hefur gengið á fyrir leikinn," sagði Ferguson. „Málið er að við höfum tvo leiki til að vinna deildina og erum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Við stöndum frammi fyrir stórum leik þar sem sjálfur úrslitaleikurinn er í húfi og við eigum góða möguleika á að komast þangað." United hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum undanúrslitaviðureignum liðsins í Meistaradeildinni. Þeir unnu Juventus árið 1999 en töpuðu fyrir Dortmund árið 1997, Bayer Leverkusen árið 2002 og AC Milan í fyrra. Ferguson telur hins vegar að liðið sé í betri stöðu nú. „Ég er bjartsýnn því við höfum bætt okkur mikið síðan við féllum úr leik á þessu stigi keppninnar á sínum tíma. Við erum með marga leikmenn sem þrífast vel í svona stórum leikjum og geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi." Viðureign Barcelona og United í síðustu viku lauk með markalausu jafntefli en Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiksins. „Mér finnst að frammistaða okkar í fyrri leiknum hafi verið okkar versta í Evrópukeppninni á tímabilinu. Það er áhyggjuefni að okkur tókst ekki að sækja eins mikið og við vildum en ég er sannfærður um að við getum unnið rimmuna." Ferguson hefur verið gagnrýndur fyrir að hvíla marga af sínum sterkustu leikmönnum gegn Chelsea um helgina. En hann stóð fast á sínu. „Það var enginn möguleiki að tefla fram sama liðinu í báðum leikjum. Ég varð að sjá til þess að við áttum góðan möguleika á að komast í úrslitaleikinn." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé ekki í lægð þessa stunda þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið leik í rúmar tvær vikur. Síðan að United vann 2-1 sigur á Arsenal þann 13. apríl síðastliðinn hefur liðið gert jafntefli við Blackburn og tapað fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið gerði jafntefli við Barcelona í Meistaradeildinni. United tekur á móti Barcelona á Old Trafford í kvöld í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar. „Það skiptir ekki máli hvað hefur gengið á fyrir leikinn," sagði Ferguson. „Málið er að við höfum tvo leiki til að vinna deildina og erum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Við stöndum frammi fyrir stórum leik þar sem sjálfur úrslitaleikurinn er í húfi og við eigum góða möguleika á að komast þangað." United hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum undanúrslitaviðureignum liðsins í Meistaradeildinni. Þeir unnu Juventus árið 1999 en töpuðu fyrir Dortmund árið 1997, Bayer Leverkusen árið 2002 og AC Milan í fyrra. Ferguson telur hins vegar að liðið sé í betri stöðu nú. „Ég er bjartsýnn því við höfum bætt okkur mikið síðan við féllum úr leik á þessu stigi keppninnar á sínum tíma. Við erum með marga leikmenn sem þrífast vel í svona stórum leikjum og geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi." Viðureign Barcelona og United í síðustu viku lauk með markalausu jafntefli en Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiksins. „Mér finnst að frammistaða okkar í fyrri leiknum hafi verið okkar versta í Evrópukeppninni á tímabilinu. Það er áhyggjuefni að okkur tókst ekki að sækja eins mikið og við vildum en ég er sannfærður um að við getum unnið rimmuna." Ferguson hefur verið gagnrýndur fyrir að hvíla marga af sínum sterkustu leikmönnum gegn Chelsea um helgina. En hann stóð fast á sínu. „Það var enginn möguleiki að tefla fram sama liðinu í báðum leikjum. Ég varð að sjá til þess að við áttum góðan möguleika á að komast í úrslitaleikinn."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira