Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir, unga konan sem var myrt í Dóminíska lýðveldinu þann 21. September síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju í dag. Í minningargreinum sem ástvinir hennar skrifa í Morgunblaðið í dag er henni lýst sem jákvæðri, brosmildri, sjálfstæðri, lífsglaðri og vinamargri konu.
Fljótlega eftir að Hrafnhildur Lilja lést settu vinir hennar upp síðu til minningar hennar á Facebook. Þar hafa hartnær 1300 hundruð manns skráð sig til að votta minningu Hrafnhildar virðingu sína.