Þögn er ekki sama og samþykki Steinunn Stefánsdóttir skrifar 15. apríl 2008 06:00 Í vikunni sem leið féll dómur í máli þar sem ákært var fyrir nauðgun. Maðurinn sem var ákærður var sýknaður af öllum kröfum. Forsendurnar voru þær að konan sem hann reyndi að hafa samfarir við hefði á engan hátt gefið til kynna að hún vildi ekki eiga kynferðislegt samneyti við hann þrátt fyrir að hafa að minnsta kosti að hluta verið vakandi meðan á atburðinum stóð. Einn dómari skilaði séráliti þar sem hann benti á að konan hefði ekki heldur gefið til kynna að hún hefði áhuga á kynferðislegu samneyti við manninn. Því leysti það ekki manninn undan ábyrgð að konan hefði ekki veitt viðspyrnu meðan atburðuinn átti sér stað. Almennur nútímaskilningur á kynlífi er að það fari fram ekki bara með fullum vilja tveggja einstaklinga, heldur einnig einlægum áhuga. Eigi samfarir sér stað án þess að vilji og áhugi sé fyrir hendi hjá öðrum þeirra er ekki hægt að skilgreina atburðinn sem kynlíf heldur er þá um að ræða misnotkun annars á hinu. Gildir þá einu hvort hinn misnotaði streitist á móti eða ekki, eða hvers vegna hann streitist ekki á móti ef það er tilvikið. Dómurinn kemur þó ekki á óvart ef mið er tekið af öðrum dómum í nauðgunarmálum og þeirri tilhneigingu að horfa fyrst og fremst á líkamlega áverka hinnar nauðguðu konu þegar refsing er ákvörðuð fremur en þá misnotkun og sviptingu á kynfrelsi sem hún hefur orðið fyrir. Dómurinn gefur hins vegar tilefni til að velta fyrir sér þeirri sýn á samlíf fólks sem liggur honum til grundvallar. Það er erfitt að gera dómurum upp þá skoðun að ekki þurfi tvo áhugasama til þess að samfarir teljist kynlíf, að það nægi að annar aðilinn hafi áhuga og hinn berjist ekki um á hæl og hnakka til þess að samfarir teljist vera kynlíf með samþykki beggja. Þó verður ekki annað séð en að einmitt þetta viðhorf ráði för, viðhorf sem ríkti fyrir daga umræðu um jafnrétti kynja. Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt greinaflokk um stöðu unglinga í íslensku samfélagi. Í dag er kynlíf þeirra til umfjöllunar. Rætt er við Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur mannfræðing, sem unnið hefur að málefnum er varða kynlíf, kynhegðun og sjálfsmynd unglinga hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Dagbjört bendir á að langt sé frá að unglingar hafi hafnað gömlum hugmyndum um kynlíf. „Þetta sést best þegar lauslæti er til umræðu en þetta er afar neikvætt orð og er jafnan notað um konur. Þó tel ég að lauslæti sé ekkert meira hjá þeim en körlum," segir Dagbjört og bendir á að stúlkur sem teljist lauslátar séu kallaðar öllum illum nöfnum meðan frekar sé litið upp til stráka sem sýni sama hegðunarmynstur. Dagbjört telur því langt í land með að halda megi því fram að jafnrétti ríki í kynlífi. Ljóst er að minnsta kosti að það skilaboð sem sýknudómur Héraðsdóms Norðurlands vestra frá því í síðustu viku sendir því unga fólki sem nú vex úr grasi eru ekki til þess fallin að viðhorf þess til kynlífs breytist til nútímalegra horfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Í vikunni sem leið féll dómur í máli þar sem ákært var fyrir nauðgun. Maðurinn sem var ákærður var sýknaður af öllum kröfum. Forsendurnar voru þær að konan sem hann reyndi að hafa samfarir við hefði á engan hátt gefið til kynna að hún vildi ekki eiga kynferðislegt samneyti við hann þrátt fyrir að hafa að minnsta kosti að hluta verið vakandi meðan á atburðinum stóð. Einn dómari skilaði séráliti þar sem hann benti á að konan hefði ekki heldur gefið til kynna að hún hefði áhuga á kynferðislegu samneyti við manninn. Því leysti það ekki manninn undan ábyrgð að konan hefði ekki veitt viðspyrnu meðan atburðuinn átti sér stað. Almennur nútímaskilningur á kynlífi er að það fari fram ekki bara með fullum vilja tveggja einstaklinga, heldur einnig einlægum áhuga. Eigi samfarir sér stað án þess að vilji og áhugi sé fyrir hendi hjá öðrum þeirra er ekki hægt að skilgreina atburðinn sem kynlíf heldur er þá um að ræða misnotkun annars á hinu. Gildir þá einu hvort hinn misnotaði streitist á móti eða ekki, eða hvers vegna hann streitist ekki á móti ef það er tilvikið. Dómurinn kemur þó ekki á óvart ef mið er tekið af öðrum dómum í nauðgunarmálum og þeirri tilhneigingu að horfa fyrst og fremst á líkamlega áverka hinnar nauðguðu konu þegar refsing er ákvörðuð fremur en þá misnotkun og sviptingu á kynfrelsi sem hún hefur orðið fyrir. Dómurinn gefur hins vegar tilefni til að velta fyrir sér þeirri sýn á samlíf fólks sem liggur honum til grundvallar. Það er erfitt að gera dómurum upp þá skoðun að ekki þurfi tvo áhugasama til þess að samfarir teljist kynlíf, að það nægi að annar aðilinn hafi áhuga og hinn berjist ekki um á hæl og hnakka til þess að samfarir teljist vera kynlíf með samþykki beggja. Þó verður ekki annað séð en að einmitt þetta viðhorf ráði för, viðhorf sem ríkti fyrir daga umræðu um jafnrétti kynja. Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt greinaflokk um stöðu unglinga í íslensku samfélagi. Í dag er kynlíf þeirra til umfjöllunar. Rætt er við Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur mannfræðing, sem unnið hefur að málefnum er varða kynlíf, kynhegðun og sjálfsmynd unglinga hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Dagbjört bendir á að langt sé frá að unglingar hafi hafnað gömlum hugmyndum um kynlíf. „Þetta sést best þegar lauslæti er til umræðu en þetta er afar neikvætt orð og er jafnan notað um konur. Þó tel ég að lauslæti sé ekkert meira hjá þeim en körlum," segir Dagbjört og bendir á að stúlkur sem teljist lauslátar séu kallaðar öllum illum nöfnum meðan frekar sé litið upp til stráka sem sýni sama hegðunarmynstur. Dagbjört telur því langt í land með að halda megi því fram að jafnrétti ríki í kynlífi. Ljóst er að minnsta kosti að það skilaboð sem sýknudómur Héraðsdóms Norðurlands vestra frá því í síðustu viku sendir því unga fólki sem nú vex úr grasi eru ekki til þess fallin að viðhorf þess til kynlífs breytist til nútímalegra horfs.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun