Mikil spenna á heimsmótinu í Ohio 3. ágúst 2008 10:48 Vijay Singh NordcPhotos/GettyImages Kylfingarnir Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á heimsmótinu í golfi á PGA mótaröðinni sem fram fer í Akron í Ohio í Bandaríkjunum. Mikil spenna er á mótinu þar sem í boði eru sigurlaun upp á 108 milljónir króna. Margir af bestu kylfingum heims keppast nú að því að hirða titilinn hans Tiger Woods á þessu stórmóti sem Woods vann í fyrra en hann er ekki með á þessu móti þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Spánverjinn Miguel-Angel Jimenez náði snemma forystu eftir frábæra byrjun, en hann lék þó af sér undir lokin og er ásamt fjórum öðrum kylfingum í sjöunda sæti, fjórum höggum á eftir efstu mönnum. Phil Mickelson er staðráðinn í að nýta sér fjarveru Tiger Woods og fuglar á fjórtándu, fimmtándu og sextándu virtust ætla að skila honum forystu fyrir lokahringinn. Hann fékk hins vegar skolla á lokaholunni og fór hringinn á tveimur höggum undir pari og er samtals á átta höggum undir pari eftir þrjá hringi. Það þyðir að Fijimaðurinn Vijay Singh og Englendingurinn Lee Westwood eru jafnir Mickelson í efsta sæti fyrir lokahringinn. Westwood var í hópi þeirra kylfinga sem stóðu sig best í gær. Hann fór hringinn á þremur höggum undir pari. Singh sem hafði eins höggs forystu fyrir gærdaginn gekk upp og ofan í gær. Hann lék hringinn á einu höggi undir pari og er jafn þeim Westwood og Mickelson fyrir lokahringinn sem verður leikinn í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð2 sport klukkan sex. Staðan á mótinu. Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kylfingarnir Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á heimsmótinu í golfi á PGA mótaröðinni sem fram fer í Akron í Ohio í Bandaríkjunum. Mikil spenna er á mótinu þar sem í boði eru sigurlaun upp á 108 milljónir króna. Margir af bestu kylfingum heims keppast nú að því að hirða titilinn hans Tiger Woods á þessu stórmóti sem Woods vann í fyrra en hann er ekki með á þessu móti þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Spánverjinn Miguel-Angel Jimenez náði snemma forystu eftir frábæra byrjun, en hann lék þó af sér undir lokin og er ásamt fjórum öðrum kylfingum í sjöunda sæti, fjórum höggum á eftir efstu mönnum. Phil Mickelson er staðráðinn í að nýta sér fjarveru Tiger Woods og fuglar á fjórtándu, fimmtándu og sextándu virtust ætla að skila honum forystu fyrir lokahringinn. Hann fékk hins vegar skolla á lokaholunni og fór hringinn á tveimur höggum undir pari og er samtals á átta höggum undir pari eftir þrjá hringi. Það þyðir að Fijimaðurinn Vijay Singh og Englendingurinn Lee Westwood eru jafnir Mickelson í efsta sæti fyrir lokahringinn. Westwood var í hópi þeirra kylfinga sem stóðu sig best í gær. Hann fór hringinn á þremur höggum undir pari. Singh sem hafði eins höggs forystu fyrir gærdaginn gekk upp og ofan í gær. Hann lék hringinn á einu höggi undir pari og er jafn þeim Westwood og Mickelson fyrir lokahringinn sem verður leikinn í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð2 sport klukkan sex. Staðan á mótinu.
Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira