Mikil spenna á heimsmótinu í Ohio 3. ágúst 2008 10:48 Vijay Singh NordcPhotos/GettyImages Kylfingarnir Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á heimsmótinu í golfi á PGA mótaröðinni sem fram fer í Akron í Ohio í Bandaríkjunum. Mikil spenna er á mótinu þar sem í boði eru sigurlaun upp á 108 milljónir króna. Margir af bestu kylfingum heims keppast nú að því að hirða titilinn hans Tiger Woods á þessu stórmóti sem Woods vann í fyrra en hann er ekki með á þessu móti þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Spánverjinn Miguel-Angel Jimenez náði snemma forystu eftir frábæra byrjun, en hann lék þó af sér undir lokin og er ásamt fjórum öðrum kylfingum í sjöunda sæti, fjórum höggum á eftir efstu mönnum. Phil Mickelson er staðráðinn í að nýta sér fjarveru Tiger Woods og fuglar á fjórtándu, fimmtándu og sextándu virtust ætla að skila honum forystu fyrir lokahringinn. Hann fékk hins vegar skolla á lokaholunni og fór hringinn á tveimur höggum undir pari og er samtals á átta höggum undir pari eftir þrjá hringi. Það þyðir að Fijimaðurinn Vijay Singh og Englendingurinn Lee Westwood eru jafnir Mickelson í efsta sæti fyrir lokahringinn. Westwood var í hópi þeirra kylfinga sem stóðu sig best í gær. Hann fór hringinn á þremur höggum undir pari. Singh sem hafði eins höggs forystu fyrir gærdaginn gekk upp og ofan í gær. Hann lék hringinn á einu höggi undir pari og er jafn þeim Westwood og Mickelson fyrir lokahringinn sem verður leikinn í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð2 sport klukkan sex. Staðan á mótinu. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingarnir Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á heimsmótinu í golfi á PGA mótaröðinni sem fram fer í Akron í Ohio í Bandaríkjunum. Mikil spenna er á mótinu þar sem í boði eru sigurlaun upp á 108 milljónir króna. Margir af bestu kylfingum heims keppast nú að því að hirða titilinn hans Tiger Woods á þessu stórmóti sem Woods vann í fyrra en hann er ekki með á þessu móti þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Spánverjinn Miguel-Angel Jimenez náði snemma forystu eftir frábæra byrjun, en hann lék þó af sér undir lokin og er ásamt fjórum öðrum kylfingum í sjöunda sæti, fjórum höggum á eftir efstu mönnum. Phil Mickelson er staðráðinn í að nýta sér fjarveru Tiger Woods og fuglar á fjórtándu, fimmtándu og sextándu virtust ætla að skila honum forystu fyrir lokahringinn. Hann fékk hins vegar skolla á lokaholunni og fór hringinn á tveimur höggum undir pari og er samtals á átta höggum undir pari eftir þrjá hringi. Það þyðir að Fijimaðurinn Vijay Singh og Englendingurinn Lee Westwood eru jafnir Mickelson í efsta sæti fyrir lokahringinn. Westwood var í hópi þeirra kylfinga sem stóðu sig best í gær. Hann fór hringinn á þremur höggum undir pari. Singh sem hafði eins höggs forystu fyrir gærdaginn gekk upp og ofan í gær. Hann lék hringinn á einu höggi undir pari og er jafn þeim Westwood og Mickelson fyrir lokahringinn sem verður leikinn í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð2 sport klukkan sex. Staðan á mótinu.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira