Enn lækka hlutabréf í Evrópu 16. september 2008 09:26 Maður gengur fram hjá upplýsingaskilti um stöðuna á asískum hlutabréfamarkaði. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Evrópu hélt áfram að lækka í dag eftir skell víða um heim í gær í kjölfar mikillar uppstokkunar á bandarískum fjármálamarkaði, greiðslustöðvunar Lehman Brothers og alvarlegs lausafjárvanda AIG, stærsta tryggingafélags landsins. Á ný voru það fjármálafyrirtæki sem tóku stærsta skellinn í Evópu í dag en gengi bréfa í breska bankanum HBOS féll um tólf prósent í dag og gengi Royal Bank of Scotland fór niður um sjö prósent. Þá féll gengi bréfa í Barclay Bank um rúm fimm prósent. Stefnt var að því fyrir síðustu helgi að bankinn bjargaði Lehman Brothers undan gjaldþrotahamrinum með kaupum á eignum bankans, sem er fjórði umsvifamesti fjárfestingabanki Bandaríkjanna. Franskir bankar fóru ekki varhluta af þróun mála en gengi þeirra hefur fallið í kringum fjögur prósent. Þar af féll gengi Commerzbank um tæp níu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stærstu hlutabréfamarkaðir í Asíu voru lokaðir í gær og féll Nikkei-vísitalan um fimm prósent á fyrsta viðskiptadegi vikunnar í dag. Seðlabankar í álfunni gripu strax til aðgerða í morgun. Japanski seðlabankinn dældi jafnvirði tvö þúsund milljarða íslenskra króna inn í japanskt efnahagslíf. Seðlabankar í Ástralíu og á Indlandi gripu til svipaðra ráða og fetuðu þar í fótspor bandaríska seðlabankans og banka í Evrópu. FTSE-vísitalan lækkaði í morgun um 1,46 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi fór niður um 1,17 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,7 prósent. Nokkur lækkun hefur sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum. Minnsta lækkunin er í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi, sem hefur lækkað um 0,22 prósent en langmest í Noregi. Aðalvísitalan þar hefur lækkað um 3,35 prósent það sem af er dags. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Evrópu hélt áfram að lækka í dag eftir skell víða um heim í gær í kjölfar mikillar uppstokkunar á bandarískum fjármálamarkaði, greiðslustöðvunar Lehman Brothers og alvarlegs lausafjárvanda AIG, stærsta tryggingafélags landsins. Á ný voru það fjármálafyrirtæki sem tóku stærsta skellinn í Evópu í dag en gengi bréfa í breska bankanum HBOS féll um tólf prósent í dag og gengi Royal Bank of Scotland fór niður um sjö prósent. Þá féll gengi bréfa í Barclay Bank um rúm fimm prósent. Stefnt var að því fyrir síðustu helgi að bankinn bjargaði Lehman Brothers undan gjaldþrotahamrinum með kaupum á eignum bankans, sem er fjórði umsvifamesti fjárfestingabanki Bandaríkjanna. Franskir bankar fóru ekki varhluta af þróun mála en gengi þeirra hefur fallið í kringum fjögur prósent. Þar af féll gengi Commerzbank um tæp níu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stærstu hlutabréfamarkaðir í Asíu voru lokaðir í gær og féll Nikkei-vísitalan um fimm prósent á fyrsta viðskiptadegi vikunnar í dag. Seðlabankar í álfunni gripu strax til aðgerða í morgun. Japanski seðlabankinn dældi jafnvirði tvö þúsund milljarða íslenskra króna inn í japanskt efnahagslíf. Seðlabankar í Ástralíu og á Indlandi gripu til svipaðra ráða og fetuðu þar í fótspor bandaríska seðlabankans og banka í Evrópu. FTSE-vísitalan lækkaði í morgun um 1,46 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi fór niður um 1,17 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,7 prósent. Nokkur lækkun hefur sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum. Minnsta lækkunin er í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi, sem hefur lækkað um 0,22 prósent en langmest í Noregi. Aðalvísitalan þar hefur lækkað um 3,35 prósent það sem af er dags.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira