Samdrætti spáð í Bretlandi 2. september 2008 14:52 Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP Miklar líkur eru á samdráttarskeiði í Bretlandi á þessu ári. Þetta kemur fram í hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). OECD spáir því að draga muni úr hagvexti í Bretlandi um 0,3 prósent á þriðja fjórðungi ársins og um 0,4 prósent á síðasta fjórðungi. Til samanburðar stóð hagvöxtur í stað í öðrum fjórðungi. Þetta er svartsýnni spá en fram kom í hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins. Þar var reiknað með 1,2 prósenta hagvexti á öllu þessu ári. Það er heilum 0,6 prósentustigum minna en fyrri spá hljóðaði upp á tveimur mánuðum fyrr.Hagspáin hefur þrýst gengi breska pundsins neðar en það var í gær en það hefur ekki verið lægra gagnvart evru í tvö ár. Alastair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í samtali við breska dagblaðið Guardian um helgina, að þær aðstæður sem breskt efnahagslíf stæði frammi fyrir nú væru þær vandasömustu sem efnahagslífið stæði frammi fyrir í sextíu ár. Vísaði hann þar til olíuverðshækkana síðasta ár og lánsfjárkreppunnar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Miklar líkur eru á samdráttarskeiði í Bretlandi á þessu ári. Þetta kemur fram í hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). OECD spáir því að draga muni úr hagvexti í Bretlandi um 0,3 prósent á þriðja fjórðungi ársins og um 0,4 prósent á síðasta fjórðungi. Til samanburðar stóð hagvöxtur í stað í öðrum fjórðungi. Þetta er svartsýnni spá en fram kom í hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins. Þar var reiknað með 1,2 prósenta hagvexti á öllu þessu ári. Það er heilum 0,6 prósentustigum minna en fyrri spá hljóðaði upp á tveimur mánuðum fyrr.Hagspáin hefur þrýst gengi breska pundsins neðar en það var í gær en það hefur ekki verið lægra gagnvart evru í tvö ár. Alastair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í samtali við breska dagblaðið Guardian um helgina, að þær aðstæður sem breskt efnahagslíf stæði frammi fyrir nú væru þær vandasömustu sem efnahagslífið stæði frammi fyrir í sextíu ár. Vísaði hann þar til olíuverðshækkana síðasta ár og lánsfjárkreppunnar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira