Einar Áskell fer á svið 30. júlí 2008 06:00 Bernd Ogrodnik og sænski pjakkurinn. Hinn þýskættaði Bernd Ogrodnik býr í Eyjafirði þar sem hann vinnur sýningar sínar og gerir brúður fyrir ýmsa aðila. Í lok ágúst verður nýjasta verk hans, Klókur ertu Einar Áskell, frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Verkið byggir á tveimur bókum eftir Svíann Gunillu Bergström og er hugmyndin að sýningunni komin frá henni sjálfri. „Hún hafði nú bara samband eftir að hafa séð innslag um mig í þættinum Út og suður, sem sýndur var í sænska sjónvarpinu,“ segir Bernd. Gunilla kom til landsins í fyrra til að hitta Bernd í Eyjafirði og ræða möguleika á samstarfi. Ýmislegt er á prjónunum. „Það eru sjónvarpsþættir um Einar Áskel mögulegir í framtíðinni, en það er bara of snemmt að tala um það,“ segir Bernd. „Fyrst á dagskrá er sviðsverkið. Það þekkja allir krakkar Einar Áskel svo þetta er mjög spennandi allt saman.“ Bernd segir sýninguna um 40 mínútna langa og hugsaða fyrir leikskólabörn. Eins og áður segir verður verkið frumsýnt í lok ágúst og verður Gunilla viðstödd frumsýninguna. Líklega verður blásið til málþings um verk Gunillu en bækur hennar um Einars Áskel hafa selst í um 90 þúsund eintökum á Íslandi. Tuttugu og ein bók um pjakkinn uppátækjasama, vini hans og pabba gamla, hafa komið út á íslensku, allar í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Einar heitir Alfons Åberg á frummálinu og bækurnar um hann eru fyrir löngu orðnar sígildar um öll Norðurlönd. - glh Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hinn þýskættaði Bernd Ogrodnik býr í Eyjafirði þar sem hann vinnur sýningar sínar og gerir brúður fyrir ýmsa aðila. Í lok ágúst verður nýjasta verk hans, Klókur ertu Einar Áskell, frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Verkið byggir á tveimur bókum eftir Svíann Gunillu Bergström og er hugmyndin að sýningunni komin frá henni sjálfri. „Hún hafði nú bara samband eftir að hafa séð innslag um mig í þættinum Út og suður, sem sýndur var í sænska sjónvarpinu,“ segir Bernd. Gunilla kom til landsins í fyrra til að hitta Bernd í Eyjafirði og ræða möguleika á samstarfi. Ýmislegt er á prjónunum. „Það eru sjónvarpsþættir um Einar Áskel mögulegir í framtíðinni, en það er bara of snemmt að tala um það,“ segir Bernd. „Fyrst á dagskrá er sviðsverkið. Það þekkja allir krakkar Einar Áskel svo þetta er mjög spennandi allt saman.“ Bernd segir sýninguna um 40 mínútna langa og hugsaða fyrir leikskólabörn. Eins og áður segir verður verkið frumsýnt í lok ágúst og verður Gunilla viðstödd frumsýninguna. Líklega verður blásið til málþings um verk Gunillu en bækur hennar um Einars Áskel hafa selst í um 90 þúsund eintökum á Íslandi. Tuttugu og ein bók um pjakkinn uppátækjasama, vini hans og pabba gamla, hafa komið út á íslensku, allar í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Einar heitir Alfons Åberg á frummálinu og bækurnar um hann eru fyrir löngu orðnar sígildar um öll Norðurlönd. - glh
Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið