Fjárfestar bjartsýnni á afkomu fjármálafyrirtækja 5. desember 2008 22:07 Miðlarar taka við pöntunum frá fjárfestum á hlutabréfamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum. Mynd/AP Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurra sveiflna þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist vestra á milli mánaða í nóvember. Atvinnuleysi er komið í 6,7 prósent, sem er rétt undir svörtustu spám. Atvinnuleysi jókst í flestum geirum, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. Dagurinn byrjaði reyndar ekki efnilega og var almennt reiknað með áframhaldandi lækkun. Þegar á leið snerist þróunin yfir í hægfara uppsveiflu, ekki síst eftir að fjármálafyrirtækið Hartford Financial Services Group sagðist í afkomuspá sinni reikna með öllu betra ári í bókum sínum en gert hafi verið ráð fyrir fram til þessa. Associated Press hefur eftir Kim Caughey, greinanda hjá Fort Pitt Capital Group, að bjartsýni hafi aukist í röðum fjárfesta í kjölfarið og hafi þeir keypt hlutabréf í fjármála- og tryggingafyrirtækjum. S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,65 prósent, Dow Jones-vísitalan um 3,09 prósent og Nasdaq-tæknivísitalan um 4,4 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurra sveiflna þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist vestra á milli mánaða í nóvember. Atvinnuleysi er komið í 6,7 prósent, sem er rétt undir svörtustu spám. Atvinnuleysi jókst í flestum geirum, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. Dagurinn byrjaði reyndar ekki efnilega og var almennt reiknað með áframhaldandi lækkun. Þegar á leið snerist þróunin yfir í hægfara uppsveiflu, ekki síst eftir að fjármálafyrirtækið Hartford Financial Services Group sagðist í afkomuspá sinni reikna með öllu betra ári í bókum sínum en gert hafi verið ráð fyrir fram til þessa. Associated Press hefur eftir Kim Caughey, greinanda hjá Fort Pitt Capital Group, að bjartsýni hafi aukist í röðum fjárfesta í kjölfarið og hafi þeir keypt hlutabréf í fjármála- og tryggingafyrirtækjum. S&P 500-hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,65 prósent, Dow Jones-vísitalan um 3,09 prósent og Nasdaq-tæknivísitalan um 4,4 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira