Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Manchester United sem er þessa stundina að leika gegn Glasgow Celtic í Meistaradeildinni. Búist var við því að Ronaldo yrði hvíldur í leiknum en svo er ekki.
Rio Ferdinand er hinsvegar ekki í leikmannahópi United en hann á við minniháttar meiðsli í nára að stríða. Jonny Evans tekur stöðu hans í hjarta varnarinnar.
Patrice Evra er meiddur og er ekki með. Þá dettur Rafael á bekkinn en John O'Shea og Gary Neville eru komnir inn í liðið. Wayne Rooney og Dimitar Berbatov leika í fremstu víglínu og þarf Carlos Tevez því að sætta sig við að verma tréverkið.