Lækkun á flestum mörkuðum 10. september 2008 09:17 Hlutabréf hafa almennt lækkað í verði á meginlandi Evrópu og í Asíu í dag eftir skell í gær. Mikil lækkun var að meðaltali á hlutabréfaverði um allan heim í gær eftir að fréttir bárust af því að slitnað hefði upp úr viðræðum bandaríska fjárfestingabankans Lehmans Brothers og kóreska þróunarbankans. Kóreski bankinn hafði ásamt hópi fjárfesta skoðað kaup á fjórðungshlut í bandaríska bankanum. Lehman er sagður glíma við alvarlega fjárhagsörðugleika og geta ekki aflað sér fjár með sölu eigna þar sem fáir vilji snerta á eignasafni bankans sem hefur hrunið í verði. Gengi bréfa í bankanum féll um 45 prósent í gær. Það hefur jafnað sig mjög og hækkað um 33 prósent í utanþingsviðskiptum. Bankinn hefur flýtt birtingu uppgjörstalna um viku vegna aðstæðnanna sem komnar eru upp og birtir þær fyrir opnun markaða. Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,44 prósent sem er nokkuð minni lækkun en á asískum hlutabréfamörkuðum í dag. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,5 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 27 prósent á sama tíma og Cac-40 vísitalan í Frakklandi stendur næsta óbreytt. Nokkur lækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum, mest er lækkunin í Kaupmannahöfn en aðalvísitalan þar hefur lækkað um 0,98 prósent. Þá hefur norska vísitalan hækkað um 0,55 prósent eftir sex prósenta fall í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréf hafa almennt lækkað í verði á meginlandi Evrópu og í Asíu í dag eftir skell í gær. Mikil lækkun var að meðaltali á hlutabréfaverði um allan heim í gær eftir að fréttir bárust af því að slitnað hefði upp úr viðræðum bandaríska fjárfestingabankans Lehmans Brothers og kóreska þróunarbankans. Kóreski bankinn hafði ásamt hópi fjárfesta skoðað kaup á fjórðungshlut í bandaríska bankanum. Lehman er sagður glíma við alvarlega fjárhagsörðugleika og geta ekki aflað sér fjár með sölu eigna þar sem fáir vilji snerta á eignasafni bankans sem hefur hrunið í verði. Gengi bréfa í bankanum féll um 45 prósent í gær. Það hefur jafnað sig mjög og hækkað um 33 prósent í utanþingsviðskiptum. Bankinn hefur flýtt birtingu uppgjörstalna um viku vegna aðstæðnanna sem komnar eru upp og birtir þær fyrir opnun markaða. Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,44 prósent sem er nokkuð minni lækkun en á asískum hlutabréfamörkuðum í dag. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,5 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 27 prósent á sama tíma og Cac-40 vísitalan í Frakklandi stendur næsta óbreytt. Nokkur lækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum, mest er lækkunin í Kaupmannahöfn en aðalvísitalan þar hefur lækkað um 0,98 prósent. Þá hefur norska vísitalan hækkað um 0,55 prósent eftir sex prósenta fall í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira