Útihátíð í Kópavogi 30. júlí 2008 06:00 Eiður stendur fyrir Westcoastfest.Fréttablaðið/Arnþór Ekki ætla allir að fara á hefðbundnar útihátíðir í ár. Eiður Ágúst Egilsson stendur fyrir Westcoastfest 2008 um verslunarmannahelgina. Hátíðin stendur frá föstudegi til mánudags. Á Westcoastfest mætir fólk með tjöld og áfengi á Hælistúnið í Kópavogi og skemmtir sér við gítarspil og samsöng, á einhvers konar „semi-útihátíð". En af hverju að tjalda í Kópavogi? „Ég bý í vesturbæ Kópavogs. Við gerðum þetta fyrir tveimur árum, þá var þetta bara lítið, bara nokkrir vinir," segir Eiður. „Við bara tjölduðum og spiluðum á gítar og höfðum það gott. Mér datt í hug að bjóða aðeins fleirum í ár." Rúmlega hundrað manns hefur verið boðið á Facebook-vefsvæðinu. „Það er ekkert planað, þetta er bara svona hittingur." Eiður segir þau vinina ekki nenna út á land. „Þetta er alveg nógu langt fyrir okkur. Ég fór til Eyja einu sinni og á Eldborg. Ég lenti í algjöru rugli í Eyjum, rigningu, roki og veseni." Hann óttast ekki regn núna. „Ef rignir þá getur maður stokkið heim í næsta hús og náð sér í regnföt." Það að flýja inn er hins vegar ekki í boði, þótt stutt sé að fara. „Nei, engan aumingjaskap." En getur hver sem er kíkt við eða tjaldað? „Alveg endilega!" Westcoastfest stendur alla helgina, eins og hver önnur verslunarmannahelgar-hátíð. - kbs Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ekki ætla allir að fara á hefðbundnar útihátíðir í ár. Eiður Ágúst Egilsson stendur fyrir Westcoastfest 2008 um verslunarmannahelgina. Hátíðin stendur frá föstudegi til mánudags. Á Westcoastfest mætir fólk með tjöld og áfengi á Hælistúnið í Kópavogi og skemmtir sér við gítarspil og samsöng, á einhvers konar „semi-útihátíð". En af hverju að tjalda í Kópavogi? „Ég bý í vesturbæ Kópavogs. Við gerðum þetta fyrir tveimur árum, þá var þetta bara lítið, bara nokkrir vinir," segir Eiður. „Við bara tjölduðum og spiluðum á gítar og höfðum það gott. Mér datt í hug að bjóða aðeins fleirum í ár." Rúmlega hundrað manns hefur verið boðið á Facebook-vefsvæðinu. „Það er ekkert planað, þetta er bara svona hittingur." Eiður segir þau vinina ekki nenna út á land. „Þetta er alveg nógu langt fyrir okkur. Ég fór til Eyja einu sinni og á Eldborg. Ég lenti í algjöru rugli í Eyjum, rigningu, roki og veseni." Hann óttast ekki regn núna. „Ef rignir þá getur maður stokkið heim í næsta hús og náð sér í regnföt." Það að flýja inn er hins vegar ekki í boði, þótt stutt sé að fara. „Nei, engan aumingjaskap." En getur hver sem er kíkt við eða tjaldað? „Alveg endilega!" Westcoastfest stendur alla helgina, eins og hver önnur verslunarmannahelgar-hátíð. - kbs
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira