Ólík tríó í Ketilhúsi 18. júlí 2008 06:00 Guðrún Dalía Salómonsdóttir Kemur fram á hádegistónleikum í Ketilhúsi í dag ásamt Grími Helgasyni og Þórarni Má Baldurssyni. Grímur Helgason klarinettuleikari, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari leika á hádegistónleikum Listasumars í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 12. Þau flytja tvö afar ólík tríó fyrir klarinett, víólu og píanó; Tríó í Es-dúr „Kegelstatt“ KV 498 eftir W. A. Mozart og Märchenerzählungen op. 132 eftir R. Schumann. Sagan segir að Mozart hafi samið Kegelstatt-tríóið á meðan hann spilaði keiluspil með félögum sínum. Það er uppfullt af undurfögrum laglínum og leikandi gáskafullum stefjum. Víólan er í óvenjustóru hlutverki, enda uppáhalds strengjahljóðfæri Mozarts. Schumann samdi Märchenerzählungen árið 1854, eða tveimur árum fyrir andlát sitt. Það er fremur létt yfir tríóinu, jafnvel þótt Schumann hafi reynt að drekkja sér í ánni Rín viku eftir að hann skilaði því til útgefanda. Grímur Helgason útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2007 og stundar nú nám við Conservatorium van Amsterdam; kennari hans þar er Hans Colbers. Grímur hefur á undanförnum árum leikið með margs konar tónlistarhópum. Má þar nefna Kammersveitina Ísafold, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Njúton, Djangódjass-sveitina Hrafnaspark og Hjaltalín. Guðrún Dalía Salómonsdóttir útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum í Stuttgart sumarið 2007 og stundar nú framhaldsnám í París. Guðrún Dalía hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og í Þýskalandi bæði sem einleikari og meðleikari. Þórarinn Már Baldursson stundaði framhaldsnám í Stuttgart og er fastráðinn víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þórarinn er meðlimur í Kammersveitinni Ísafold og Tríó Artis. Hann hefur einnig leikið með ýmsum samspilshópum, til að mynda Hljómsveit Íslensku óperunnar og Kammersveit Reykjavíkur. - vþ Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Grímur Helgason klarinettuleikari, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari leika á hádegistónleikum Listasumars í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 12. Þau flytja tvö afar ólík tríó fyrir klarinett, víólu og píanó; Tríó í Es-dúr „Kegelstatt“ KV 498 eftir W. A. Mozart og Märchenerzählungen op. 132 eftir R. Schumann. Sagan segir að Mozart hafi samið Kegelstatt-tríóið á meðan hann spilaði keiluspil með félögum sínum. Það er uppfullt af undurfögrum laglínum og leikandi gáskafullum stefjum. Víólan er í óvenjustóru hlutverki, enda uppáhalds strengjahljóðfæri Mozarts. Schumann samdi Märchenerzählungen árið 1854, eða tveimur árum fyrir andlát sitt. Það er fremur létt yfir tríóinu, jafnvel þótt Schumann hafi reynt að drekkja sér í ánni Rín viku eftir að hann skilaði því til útgefanda. Grímur Helgason útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2007 og stundar nú nám við Conservatorium van Amsterdam; kennari hans þar er Hans Colbers. Grímur hefur á undanförnum árum leikið með margs konar tónlistarhópum. Má þar nefna Kammersveitina Ísafold, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Njúton, Djangódjass-sveitina Hrafnaspark og Hjaltalín. Guðrún Dalía Salómonsdóttir útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum í Stuttgart sumarið 2007 og stundar nú framhaldsnám í París. Guðrún Dalía hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og í Þýskalandi bæði sem einleikari og meðleikari. Þórarinn Már Baldursson stundaði framhaldsnám í Stuttgart og er fastráðinn víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þórarinn er meðlimur í Kammersveitinni Ísafold og Tríó Artis. Hann hefur einnig leikið með ýmsum samspilshópum, til að mynda Hljómsveit Íslensku óperunnar og Kammersveit Reykjavíkur. - vþ
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira