Enn tapar Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2008 22:08 Frank Rijkaard fylgist með sínum mönnum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Barcelona tapaði í kvöld lokaleik sínum á heimavelli undir stjórn Frank Rijkaard. Barcelona hefur unnið einn leik í deildinni síðan í mars. Barcelona hefur aðeins fengið sex stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjum sínum. Í kvöld tapaði liðið fyrir Mallorca, 3-2, eftir að liðið komst í 2-0 forystu. Thierry Henry kom Barcelona yfir á sautjándu mínútu og Samuel Eto'o bætti öðru við á 56. mínútu. Lionel Messi fór af leikvelli á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Borja Valero fyrsta mark Mallorca. Webo bætti öðru við á 70. mínútu og D. Güiza skoraði svo sigurmarkið á 90. mínútu. Til að bæta gráu á svart fékk Edmilson sitt annað gula spjald í lok leiksins og þar með rautt. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Barcelona vegna meiðsla en aðeins sextán leikmenn A-liðsins eru heilir. Börsungar eru nú átján stigum á Real Madrid sem gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Real Zaragoza á útivelli. Oliveira kom heimamönnum yfir en Ruud van Nistelrooy jafnaði metin áður en fyrri hálfleikur var allur. Robinho kom kom svo Madrídingum yfir á 77. mínútu en Sergio jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Villarreal er í öðru sæti deildarinnar, tíu stigum á undan Villarreal, eftir 2-0 sigur á Espanyol. Javi Venta og Robert Pires skoruðu mörk liðsins. Atletico vann 1-0 sigur á Deportivo og er nú með 64 stig, rétt eins og Barcelona. Efstu fjögur liðin í deildinni komast í Meistaradeild Evrópu og þó svo að Barcelona eigi enn tölfræðilegan möguleika á því að falla niður í fimmta sætið þyrfti Sevilla að vinna með sjö marka mun í lokaleik sínum og treysta á að Börsungar tapi sínum leik til að svo verði. Sevilla er þó með betra markahlutfall en Atletico og getur því með sigri í lokaumferðinni komist upp í fjórða sætið ef Atletico tapar fyrir Valencia í lokaumferðinni. Sevilla mætir Athletic í lokaumferðinni og Barcelona mætir Real Murcia á útivelli. Valencia bjargaði sér endanlega frá falli með 5-1 sigri á Levante í kvöld. Fjögur lið geta enn fylgt Real Murcia og Levante í spænsku B-deildina. Zaragoza er í fallsætinu fyrir lokaumferðina með 42 stig. Osasuna og Recreativo eru með 43 stig og Valladolid með 44 stig. Tvö síðastnefndu liðin mætast í lokaumferðinni. Zaragoza mætir Mallorca á útivelli og Osasuna mætir Racing á útivelli. Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Barcelona tapaði í kvöld lokaleik sínum á heimavelli undir stjórn Frank Rijkaard. Barcelona hefur unnið einn leik í deildinni síðan í mars. Barcelona hefur aðeins fengið sex stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjum sínum. Í kvöld tapaði liðið fyrir Mallorca, 3-2, eftir að liðið komst í 2-0 forystu. Thierry Henry kom Barcelona yfir á sautjándu mínútu og Samuel Eto'o bætti öðru við á 56. mínútu. Lionel Messi fór af leikvelli á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Borja Valero fyrsta mark Mallorca. Webo bætti öðru við á 70. mínútu og D. Güiza skoraði svo sigurmarkið á 90. mínútu. Til að bæta gráu á svart fékk Edmilson sitt annað gula spjald í lok leiksins og þar með rautt. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Barcelona vegna meiðsla en aðeins sextán leikmenn A-liðsins eru heilir. Börsungar eru nú átján stigum á Real Madrid sem gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Real Zaragoza á útivelli. Oliveira kom heimamönnum yfir en Ruud van Nistelrooy jafnaði metin áður en fyrri hálfleikur var allur. Robinho kom kom svo Madrídingum yfir á 77. mínútu en Sergio jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Villarreal er í öðru sæti deildarinnar, tíu stigum á undan Villarreal, eftir 2-0 sigur á Espanyol. Javi Venta og Robert Pires skoruðu mörk liðsins. Atletico vann 1-0 sigur á Deportivo og er nú með 64 stig, rétt eins og Barcelona. Efstu fjögur liðin í deildinni komast í Meistaradeild Evrópu og þó svo að Barcelona eigi enn tölfræðilegan möguleika á því að falla niður í fimmta sætið þyrfti Sevilla að vinna með sjö marka mun í lokaleik sínum og treysta á að Börsungar tapi sínum leik til að svo verði. Sevilla er þó með betra markahlutfall en Atletico og getur því með sigri í lokaumferðinni komist upp í fjórða sætið ef Atletico tapar fyrir Valencia í lokaumferðinni. Sevilla mætir Athletic í lokaumferðinni og Barcelona mætir Real Murcia á útivelli. Valencia bjargaði sér endanlega frá falli með 5-1 sigri á Levante í kvöld. Fjögur lið geta enn fylgt Real Murcia og Levante í spænsku B-deildina. Zaragoza er í fallsætinu fyrir lokaumferðina með 42 stig. Osasuna og Recreativo eru með 43 stig og Valladolid með 44 stig. Tvö síðastnefndu liðin mætast í lokaumferðinni. Zaragoza mætir Mallorca á útivelli og Osasuna mætir Racing á útivelli.
Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira