Vill fá hvolp með lifrarbólgu bættan 21. júlí 2008 00:01 Kamela með hvolpinn sem eftir lifir Kamela keypti tvo hunda í Dalsmynni. Annar var af tegundinni Miniature Pinscher en hinn Chihuahua. Sá síðarnefndi drapst fimm dögum eftir að hún fékk hann í hendur. Hinn 5. júlí keypti Kamela Rún Sigurðardóttir tvo hvolpa á raðgreiðslum. Fimm dögum síðar var annar þeirra dauður. Hún segir krufningu dýralæknis hafa sýnt fram á að hvolpurinn hafi drepist af völdum lifrarbólgu sem hún telur hundinn hafa verið sýktan af þegar hún fékk hann í hendur. Hún furðar sig á því að þurfa að halda áfram að greiða afborganir af hundinum. Í grein sem Rúna Finnsdóttir dýralæknir ritaði um sjúkdóminn kemur fram að meðgöngutími smits sé um það bil fjórir til níu dagar en að þeim tíma liðnum taki einkenni sjúkdómsins að koma fram. Smitleiðir séu aðallega frá hundi til hunds með þvagi, saur og slefi, einnig sé þekkt að hundar smitist af óhreinum matarílátum, fatnaði, óhreinum skóm og höndum. Kamela segir dauða hvolpsins, sem var af tegundinni Chihuahua, hafa tekið mjög á sig. Sem betur fer sé hinn hundurinn, sem hún keypti á sama tíma og sama stað og er af tegundinni Miniature Pinscher, heill heilsu. „Seljandinn bauðst til að láta mig fá annan hvolp í stað þess sem dó en ég treysti mér ekki til þess að fá hund þarna aftur og hefur verið ráðið eindregið frá því," segir Kamela, sem vill frekar greiða upp hund sem hún fékk aldrei að kynnast heldur en að ganga aftur í gegnum önnur eins veikindi. Kamela segist enn sem komið er aðeins hafa heyrt að hundurinn hafi drepist vegna lifrarbólgu frá dýralækni í gegnum síma en hún geti fengið skjöl um krufninguna fljótlega. Ásta Sigurðardóttir, eigandi hundaræktunarinnar Dalsmynni þaðan sem hundurinn kom, segir dýralækni nýlega hafa tekið sýni úr fimm hvolpum frá búinu. Ekkert þeirra hafi sýnt fram á að lifrarbólga væri þar til staðar. Hún taki orð Kamelu ekki trúanleg fyrr en hún sjái gögn um málið. Auk þess sem hún bendir á að hún hafi selt Kamelu hundana með um það bil 80 þúsund króna afslætti samanlagt. „Ef hundurinn var haldinn þessum sjúkdómi þegar viðkomandi viðskipti fóru fram á seljandi vitanlega að leysa kaupandann undan greiðslunum," segir Jóhannes Gunnarsson, hjá Neytendasamtökunum og hvetur Kamelu til hafa samband við samtökin vegna málsins. Dýr Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Hinn 5. júlí keypti Kamela Rún Sigurðardóttir tvo hvolpa á raðgreiðslum. Fimm dögum síðar var annar þeirra dauður. Hún segir krufningu dýralæknis hafa sýnt fram á að hvolpurinn hafi drepist af völdum lifrarbólgu sem hún telur hundinn hafa verið sýktan af þegar hún fékk hann í hendur. Hún furðar sig á því að þurfa að halda áfram að greiða afborganir af hundinum. Í grein sem Rúna Finnsdóttir dýralæknir ritaði um sjúkdóminn kemur fram að meðgöngutími smits sé um það bil fjórir til níu dagar en að þeim tíma liðnum taki einkenni sjúkdómsins að koma fram. Smitleiðir séu aðallega frá hundi til hunds með þvagi, saur og slefi, einnig sé þekkt að hundar smitist af óhreinum matarílátum, fatnaði, óhreinum skóm og höndum. Kamela segir dauða hvolpsins, sem var af tegundinni Chihuahua, hafa tekið mjög á sig. Sem betur fer sé hinn hundurinn, sem hún keypti á sama tíma og sama stað og er af tegundinni Miniature Pinscher, heill heilsu. „Seljandinn bauðst til að láta mig fá annan hvolp í stað þess sem dó en ég treysti mér ekki til þess að fá hund þarna aftur og hefur verið ráðið eindregið frá því," segir Kamela, sem vill frekar greiða upp hund sem hún fékk aldrei að kynnast heldur en að ganga aftur í gegnum önnur eins veikindi. Kamela segist enn sem komið er aðeins hafa heyrt að hundurinn hafi drepist vegna lifrarbólgu frá dýralækni í gegnum síma en hún geti fengið skjöl um krufninguna fljótlega. Ásta Sigurðardóttir, eigandi hundaræktunarinnar Dalsmynni þaðan sem hundurinn kom, segir dýralækni nýlega hafa tekið sýni úr fimm hvolpum frá búinu. Ekkert þeirra hafi sýnt fram á að lifrarbólga væri þar til staðar. Hún taki orð Kamelu ekki trúanleg fyrr en hún sjái gögn um málið. Auk þess sem hún bendir á að hún hafi selt Kamelu hundana með um það bil 80 þúsund króna afslætti samanlagt. „Ef hundurinn var haldinn þessum sjúkdómi þegar viðkomandi viðskipti fóru fram á seljandi vitanlega að leysa kaupandann undan greiðslunum," segir Jóhannes Gunnarsson, hjá Neytendasamtökunum og hvetur Kamelu til hafa samband við samtökin vegna málsins.
Dýr Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira