„Nauðsynlegar aðgerðir,“ segir Bush 19. september 2008 14:45 George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ræðir við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í Washington. Mynd/AP „Þær stundir hafa komið upp í bandarískri sögu að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Sú stund er runnin upp,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu að loknum fundi með Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, Christopher Cox, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og fleirum. Bush fór yfir aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið sem falið hafa í sér viðamiklar björgunaraðgerðir, svo sem þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac auk yfirtöku á tryggingarisanum AIG. Þá fór hann lítillega yfir tillögur stjórnvalda að setja á laggirnar sjóð sem taka muni við verðlausum skuldabréfavafningum bandarískra fjármálafyrirtækja og öðrum bréfum og banni við skortsölu auk hertari reglna um starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfaviðskipti. „Þeir sem verða staðnir að því að brjóta reglurnar verða dæmdir,“ sagði forsetinn og lagði áherslu á að hefði ekki verið gripið til þessara umsvifamiklu aðgerða hefði verið hætta á að hagkerfið hefði lent í miklum hremmingum með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Þá vonaðist forsetinn til þess að aðgerðirnar, sem muni kosta skattgreiðendur hundruð milljarða dala, muni skila sér í aukinni trú á fjármálakerfið, sem hafi beðið skipsbrot upp á síðkastið. . Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
„Þær stundir hafa komið upp í bandarískri sögu að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Sú stund er runnin upp,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu að loknum fundi með Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, Christopher Cox, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og fleirum. Bush fór yfir aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið sem falið hafa í sér viðamiklar björgunaraðgerðir, svo sem þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac auk yfirtöku á tryggingarisanum AIG. Þá fór hann lítillega yfir tillögur stjórnvalda að setja á laggirnar sjóð sem taka muni við verðlausum skuldabréfavafningum bandarískra fjármálafyrirtækja og öðrum bréfum og banni við skortsölu auk hertari reglna um starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfaviðskipti. „Þeir sem verða staðnir að því að brjóta reglurnar verða dæmdir,“ sagði forsetinn og lagði áherslu á að hefði ekki verið gripið til þessara umsvifamiklu aðgerða hefði verið hætta á að hagkerfið hefði lent í miklum hremmingum með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Þá vonaðist forsetinn til þess að aðgerðirnar, sem muni kosta skattgreiðendur hundruð milljarða dala, muni skila sér í aukinni trú á fjármálakerfið, sem hafi beðið skipsbrot upp á síðkastið. .
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira