Ljóðskáld, kórar og rapparar 15. júlí 2008 06:00 Brad segir alls konar fólk mæta á Open mike-kvöldin á Q-bar. Hljóðneminn er laus í kvöld. Á barnum Q-bar á Ingólfsstræti eru haldin vikulega svokölluð Open mike-kvöld þar sem fólk getur mætt og látið ljós sitt skína á sviðinu. Kvöldin hafa hingað til verið haldin á tveggja vikna fresti en vegna vinsælda verða þau haldin vikulega nú í sumar. „Mér fannst of lítið um að vera á virkum dögum og fannst tími til kominn að breyta því og fékk þá hugmyndina að Open mike-kvöldunum,“ segir Brad Houldcrost, skipuleggjandi kvöldanna. Brad segir alls konar fólk sækja þessi kvöld og að allt sé leyfilegt. „Hingað kemur til dæmis fólk og les ljóð eða syngur lög eftir sjálft sig, rapparar eru einnig duglegir að mæta. Í síðustu viku kom meira að segja gospelkór og söng,“ segir Brad. Til þess að vera með segir Brad fólk einungis þurfa að mæta á staðinn og skrá nafn sitt á lista og svo sé það kallað upp á svið þegar tími þess í sviðsljósinu er kominn. „Við vildum hafa þetta einfalt og afslappað og fólk á að hafa gaman af þessu.“ Open mike-kvöldin eru haldin á þriðjudögum og hefjast klukkan 22.00. - sm Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á barnum Q-bar á Ingólfsstræti eru haldin vikulega svokölluð Open mike-kvöld þar sem fólk getur mætt og látið ljós sitt skína á sviðinu. Kvöldin hafa hingað til verið haldin á tveggja vikna fresti en vegna vinsælda verða þau haldin vikulega nú í sumar. „Mér fannst of lítið um að vera á virkum dögum og fannst tími til kominn að breyta því og fékk þá hugmyndina að Open mike-kvöldunum,“ segir Brad Houldcrost, skipuleggjandi kvöldanna. Brad segir alls konar fólk sækja þessi kvöld og að allt sé leyfilegt. „Hingað kemur til dæmis fólk og les ljóð eða syngur lög eftir sjálft sig, rapparar eru einnig duglegir að mæta. Í síðustu viku kom meira að segja gospelkór og söng,“ segir Brad. Til þess að vera með segir Brad fólk einungis þurfa að mæta á staðinn og skrá nafn sitt á lista og svo sé það kallað upp á svið þegar tími þess í sviðsljósinu er kominn. „Við vildum hafa þetta einfalt og afslappað og fólk á að hafa gaman af þessu.“ Open mike-kvöldin eru haldin á þriðjudögum og hefjast klukkan 22.00. - sm
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira