Af skríl Guðmundur Steingrímsson skrifar 26. janúar 2008 06:00 Á fimmtudaginn varð ég vitni að því þegar fólk á öllum aldri streymdi inn í Ráðhús Reykjavíkur af fúsum og frjálsum vilja til þess að mótmæla, af augljósum ástæðum, fyrirvaralausum meirihlutaskiptum. Þarna var gamalt fólk, ungt fólk, miðaldra fólk, skáld, lögfræðingar, stúdentar, læknar, kennarar, ellilífeyrisþegar og allt þar á milli. Fólk af öllum sviðum þjóðfélagsins fyllti pallana, gangana og stóð fyrir utan húsið. Það hrópaði, púaði og stappaði fótunum. ÞETTA fólk var að tjá skoðun sína og tilfinningar. Ef það hefði ekki mætt er vandséð að þessar tilfinningar hefðu komist til skila. Og þetta var bara toppurinn á ísjakanum. Úti um alla borg sat fólk, sem fannst því vera misboðið. Það þurfti engan vísindamann til þess að nema það með græjum að víðtæk reiði ríkti úti um alla borg. ÞEGAR almenningur rís upp og tjáir sig verða hins vegar alltaf til þeir sem vilja annaðhvort gera lítið úr slíku, eða vilja lýsa því yfir að þeir telji slíkt óviðeigandi. Talað er um að einhverjir ákveðnir skipuleggjendur hafi fengið fólk á staðinn og sagt því að æpa. Eitt tiltekið hnignandi dagblað hér í bæ er til dæmis þessarar skoðunar, og opinberar þar með litla trú sína á mannskepnunni. Fólk er strengjabrúður. Ekki kemur til greina að fólk hafi raunverulega verið reitt og sé það enn. HIN hlið viðbragðanna gengur síðan út á það, að halda því fram að svona mótmælendur séu andlýðræðislegur skríll sem virði ekki fundarsköp. Það er alveg rétt að ef óp á pöllum verða fastur liður er slíkt dálítið vandamál, fyrir utan að vera hvimleitt. En yfirleitt eru svona mótmæli einstök afleiðing af einhverju sem fólk telur mun djúpstæðari misgjörð en brot á fundarsköpum. Fólk er semsagt reiðubúið að virða ekki fundi, í því augnamiði að vekja athygli á mun stærra máli og tjá afstöðu sína til þess. EF Moggi hefði verið í Austur-Berlín hefði ritstjóri hans án efa talið niðurrif múrsins hið versta mál. „Svona múra", hefði hann sjálfsagt skrifað í leiðara, „ber að rífa einungis með samþykki til þess bærrar stofnunar, enda er hér um múr að ræða sem reistur hefur verið fyrir skattfé. Framkoma sem þessi er því ekkert annað en skrílslæti." Ef við hlustuðum á svona málflutning myndu allir Skugga-Baldrar þessa heims alltaf komast óséðir upp með allt, án athugasemda. Það gerðu þeir ekki á fimmtudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór
Á fimmtudaginn varð ég vitni að því þegar fólk á öllum aldri streymdi inn í Ráðhús Reykjavíkur af fúsum og frjálsum vilja til þess að mótmæla, af augljósum ástæðum, fyrirvaralausum meirihlutaskiptum. Þarna var gamalt fólk, ungt fólk, miðaldra fólk, skáld, lögfræðingar, stúdentar, læknar, kennarar, ellilífeyrisþegar og allt þar á milli. Fólk af öllum sviðum þjóðfélagsins fyllti pallana, gangana og stóð fyrir utan húsið. Það hrópaði, púaði og stappaði fótunum. ÞETTA fólk var að tjá skoðun sína og tilfinningar. Ef það hefði ekki mætt er vandséð að þessar tilfinningar hefðu komist til skila. Og þetta var bara toppurinn á ísjakanum. Úti um alla borg sat fólk, sem fannst því vera misboðið. Það þurfti engan vísindamann til þess að nema það með græjum að víðtæk reiði ríkti úti um alla borg. ÞEGAR almenningur rís upp og tjáir sig verða hins vegar alltaf til þeir sem vilja annaðhvort gera lítið úr slíku, eða vilja lýsa því yfir að þeir telji slíkt óviðeigandi. Talað er um að einhverjir ákveðnir skipuleggjendur hafi fengið fólk á staðinn og sagt því að æpa. Eitt tiltekið hnignandi dagblað hér í bæ er til dæmis þessarar skoðunar, og opinberar þar með litla trú sína á mannskepnunni. Fólk er strengjabrúður. Ekki kemur til greina að fólk hafi raunverulega verið reitt og sé það enn. HIN hlið viðbragðanna gengur síðan út á það, að halda því fram að svona mótmælendur séu andlýðræðislegur skríll sem virði ekki fundarsköp. Það er alveg rétt að ef óp á pöllum verða fastur liður er slíkt dálítið vandamál, fyrir utan að vera hvimleitt. En yfirleitt eru svona mótmæli einstök afleiðing af einhverju sem fólk telur mun djúpstæðari misgjörð en brot á fundarsköpum. Fólk er semsagt reiðubúið að virða ekki fundi, í því augnamiði að vekja athygli á mun stærra máli og tjá afstöðu sína til þess. EF Moggi hefði verið í Austur-Berlín hefði ritstjóri hans án efa talið niðurrif múrsins hið versta mál. „Svona múra", hefði hann sjálfsagt skrifað í leiðara, „ber að rífa einungis með samþykki til þess bærrar stofnunar, enda er hér um múr að ræða sem reistur hefur verið fyrir skattfé. Framkoma sem þessi er því ekkert annað en skrílslæti." Ef við hlustuðum á svona málflutning myndu allir Skugga-Baldrar þessa heims alltaf komast óséðir upp með allt, án athugasemda. Það gerðu þeir ekki á fimmtudaginn.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun