Áhrif fallsins Björgvin Guðmundsson skrifar 12. janúar 2008 06:00 Síðustu dagar hafa verið mörgum fjárfestum erfiðir. Hlutabréf lækka í verði, fjármögnun er dýrari og óvissan um þróun fjármálamarkaða er algjör. Þessar aðstæður eru ekkert séríslenskar heldur eiga við markaði víða í hinum vestræna heimi. Margir hafa kippt að sér höndum og bíða eftir að botninum sé náð. Umsvif í hagkerfinu verða fyrir vikið minni á árinu og hægja mun á hagvexti. Það á við um Ísland eins og önnur lönd í Evrópu og Bandaríkin. Gerð var tilraun til að stöðva örvæntingarfullt fall hlutabréfa í Kauphöll Íslands á fimmtudaginn. Þá hafði úrvalsvísitalan, sem mælir verðmæti stærstu skráðu félaganna, fallið hratt fimm viðskiptadaga í röð. Skuldsettir fjárfestar hafa þurft að selja bréf sín til að gera upp við lánadrottna þrátt fyrir mikið tap. Þegar við bætist óvissa um þróun íslensku krónunnar næstu mánuðina er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Vont er að skulda háar fjárhæðir í erlendri mynt ef krónan fellur. Sérfræðingar telja að við þessar aðstæður sé verð hlutabréfa of lágt metið. Það sé kauptækifæri á markaðnum. Það geti skýrt lífleg viðskipti í lok dags á miðvikudaginn og á fimmtudaginn. Hins vegar var rólegt í Kauphöll Íslands í gær þótt tekist hefði að halda úrvalsvísitölunni fyrir ofan núllið. Fjármálafyrirtæki hafa hagsmuni af því að stöðva þann vandræðagang sem einkennir hlutabréfamarkaðinn þessa fyrstu daga ársins. Fleiri fjárfestar mega ekki lenda í vandræðum. Það eru hagsmunir allra. Hagsmunir almennings eru líka í húfi þó að einhverjir telji þessi vandræði einskorðast við þröngan hóp eigenda hlutabréfa. Vissulega er hægt að færa rök fyrir því að tekjujöfnuður í þjóðfélaginu aukist þegar einhverjir verða fátækari. En er það eftirsóknarvert? Minni auðsöfnun, lægri tekjur og samdráttur í efnahagslífinu kemur niður á lífskjörum allra. Í frétt Fréttablaðsins í gær kom fram að endurskoða þyrfti forsendur fjárlaga vegna lægri skatttekna. Það má ekki gleyma því að skattur af fjármagni, launum og tekjum fyrirtækja lækkar þegar á móti blæs. Þetta eru peningarnir sem standa undir skóla- og heilbrigðiskerfinu og nýttir eru til ýmissa verkefna sem stjórnmálamenn telja nauðsynlegt að hið opinbera sinni. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að lífeyrissjóðir geti ekki aukið réttindi sjóðsfélaga vegna þróunar á mörkuðum eins og stefnt var að. Að auki er ávöxtun á eignum tugþúsunda sjóðsfélaga lægri en ella vegna árferðisins. Samdráttur hjá fyrirtækjum þýðir líka að minna verður afgangs til að styrkja menningu og listir, sem hefur stóraukist undanfarin ár. Það sama má segja um tómstundastarf og ýmis góðgerðamál. Svigrúm til launahækkana er líka minna við þessar aðstæður og nýráðningum fækkar. Nýsköpun stendur í stað þegar engir peningar eru tiltækir í áhættufjárfestingar og þróun. Það fækkar tækifærum framtakssamra einstaklinga. Útlit er fyrir að markaðurinn þurfi fyrstu mánuði ársins til að spyrna við fótum. Ástandið er ekki bundið við Ísland og þróun í Bandaríkjunum skiptir miklu máli fyrir það sem á eftir kemur. Fjárfestar munu endurskoða fjárfestingastefnu sína og hvernig þeir byggja upp eignasöfn sín. Dreifing á áhættu verður meiri og fjárfestingar ekki eingöngu bundnar við fjármálafélög. Ástandið hefur verið erfitt fyrir marga fjárfesta. En búast má við að erfiðleikarnir muni einnig ná til alls almennings í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Síðustu dagar hafa verið mörgum fjárfestum erfiðir. Hlutabréf lækka í verði, fjármögnun er dýrari og óvissan um þróun fjármálamarkaða er algjör. Þessar aðstæður eru ekkert séríslenskar heldur eiga við markaði víða í hinum vestræna heimi. Margir hafa kippt að sér höndum og bíða eftir að botninum sé náð. Umsvif í hagkerfinu verða fyrir vikið minni á árinu og hægja mun á hagvexti. Það á við um Ísland eins og önnur lönd í Evrópu og Bandaríkin. Gerð var tilraun til að stöðva örvæntingarfullt fall hlutabréfa í Kauphöll Íslands á fimmtudaginn. Þá hafði úrvalsvísitalan, sem mælir verðmæti stærstu skráðu félaganna, fallið hratt fimm viðskiptadaga í röð. Skuldsettir fjárfestar hafa þurft að selja bréf sín til að gera upp við lánadrottna þrátt fyrir mikið tap. Þegar við bætist óvissa um þróun íslensku krónunnar næstu mánuðina er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Vont er að skulda háar fjárhæðir í erlendri mynt ef krónan fellur. Sérfræðingar telja að við þessar aðstæður sé verð hlutabréfa of lágt metið. Það sé kauptækifæri á markaðnum. Það geti skýrt lífleg viðskipti í lok dags á miðvikudaginn og á fimmtudaginn. Hins vegar var rólegt í Kauphöll Íslands í gær þótt tekist hefði að halda úrvalsvísitölunni fyrir ofan núllið. Fjármálafyrirtæki hafa hagsmuni af því að stöðva þann vandræðagang sem einkennir hlutabréfamarkaðinn þessa fyrstu daga ársins. Fleiri fjárfestar mega ekki lenda í vandræðum. Það eru hagsmunir allra. Hagsmunir almennings eru líka í húfi þó að einhverjir telji þessi vandræði einskorðast við þröngan hóp eigenda hlutabréfa. Vissulega er hægt að færa rök fyrir því að tekjujöfnuður í þjóðfélaginu aukist þegar einhverjir verða fátækari. En er það eftirsóknarvert? Minni auðsöfnun, lægri tekjur og samdráttur í efnahagslífinu kemur niður á lífskjörum allra. Í frétt Fréttablaðsins í gær kom fram að endurskoða þyrfti forsendur fjárlaga vegna lægri skatttekna. Það má ekki gleyma því að skattur af fjármagni, launum og tekjum fyrirtækja lækkar þegar á móti blæs. Þetta eru peningarnir sem standa undir skóla- og heilbrigðiskerfinu og nýttir eru til ýmissa verkefna sem stjórnmálamenn telja nauðsynlegt að hið opinbera sinni. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að lífeyrissjóðir geti ekki aukið réttindi sjóðsfélaga vegna þróunar á mörkuðum eins og stefnt var að. Að auki er ávöxtun á eignum tugþúsunda sjóðsfélaga lægri en ella vegna árferðisins. Samdráttur hjá fyrirtækjum þýðir líka að minna verður afgangs til að styrkja menningu og listir, sem hefur stóraukist undanfarin ár. Það sama má segja um tómstundastarf og ýmis góðgerðamál. Svigrúm til launahækkana er líka minna við þessar aðstæður og nýráðningum fækkar. Nýsköpun stendur í stað þegar engir peningar eru tiltækir í áhættufjárfestingar og þróun. Það fækkar tækifærum framtakssamra einstaklinga. Útlit er fyrir að markaðurinn þurfi fyrstu mánuði ársins til að spyrna við fótum. Ástandið er ekki bundið við Ísland og þróun í Bandaríkjunum skiptir miklu máli fyrir það sem á eftir kemur. Fjárfestar munu endurskoða fjárfestingastefnu sína og hvernig þeir byggja upp eignasöfn sín. Dreifing á áhættu verður meiri og fjárfestingar ekki eingöngu bundnar við fjármálafélög. Ástandið hefur verið erfitt fyrir marga fjárfesta. En búast má við að erfiðleikarnir muni einnig ná til alls almennings í landinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun