Obama virkjar breytingavonir Auðunn Arnórsson skrifar 9. janúar 2008 06:00 Það sem ótvírætt er markverðast við fyrstu forkosningarnar fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum, fyrst í Iowa í síðustu viku og í New Hampshire í gær, er sá mikli meðbyr sem hinn ungi og framsækni þingmaður frá Illinois, Barack Obama, nýtur meðal flokksmanna sinna í Demókrataflokknum. Það er líka eftirtektarvert, að baráttan um forsetaframboðsútnefningu Repúblikanaflokksins nýtur miklu minni athygli en baráttan meðal demókrata, sem skýrist væntanlega af því að fáir Bandaríkjamenn telja repúblikana eiga möguleika á að sigra í forsetakosningunum að þessu sinni, hversu rækilega sem frambjóðendur flokksins reyna að firra sig ábyrgð á klúðri og óvinsældum embættistíðar fráfarandi forseta, George W. Bush. Það liggi við að það sé sama hvaða frambjóðanda demókratar komi til með að tefla fram; hann muni standa betur að vígi en frambjóðandi repúblikana. Reyndar ber í þessu sambandi að hafa í huga, að sá frambjóðandi repúblikana sem lengi hefur mælzt með mest fylgi á landsvísu, Rudolph Giuliani fyrrverandi borgarstjóri New York, kaus að hafa sig lítt í frammi bæði í Iowa og New Hampshire. Hann leggur áherzlu á að ná góðum árangri í Flórída, fyrsta fjölmenna ríkinu þar sem forkosningar fara fram í lok janúar, og í hrinunni miklu 5. febrúar, þegar kosið verður í yfir 20 ríkjum til viðbótar. Framgangur Obama er sögulegur. Forskot Hillary Clinton á aðra frambjóðendur demókrata hefur verið gríðarstórt fram til þessa, allt upp í nokkra tugi prósenta á landsvísu. Það hafa stjórnmálaskýrendur rakið til þess að flestir demókratar hafi álitið hana, með þá miklu reynslu og frægð sem hún býr að, sigurstranglegasta í kosningunum sjálfum. Það sem nú virðist vera að gerast er að þeldökkur frambjóðandi sé að „taka framúr" fyrsta kvenframbjóðandanum sem á raunhæfa von um að verða kjörinn forseti Bandaríkjanna. Í þessari velgengni Obama endurspeglast ríkur vilji kjósenda Demókrataflokksins til breytinga, til að eitthvað alveg nýtt taki við eftir átta ár með Bush yngri í Hvíta húsinu. Í þessari nýjungagirni-stemmningu stendur Hillary með verri spil á hendi þar sem hún er jú sjálf hluti af arfleifð forsetatíðar eiginmanns síns. Það er nú þegar þannig að yngri kynslóð Bandaríkjamanna hefur aldrei lifað dag þar sem ekki var annað hvort einhver úr Bush- eða Clinton-fjölskyldunni í Hvíta húsinu. Sumum þykir því tilhugsunin um jafnvel átta ár til viðbótar með annan fulltrúa Clinton-fjölskyldunnar á forsetastól vera hálfuggvekjandi - þótt sá fulltrúi yrði fyrsti kvenforsetinn í sögu landsins. Aðalrök Hillary gegn Obama í kosningabaráttunni hefur verið reynsluleysi hans - hann á aðeins rúmlega þriggja ára feril að baki sem kjörinn fulltrúi á Bandaríkjaþingi. Með því hefur hún í raun verið að segja að það sé nánast framhleypni af hans hálfu að sækjast eftir forsetaframboði nú; honum væri nær að bíða til næstu eða þarnæstu forsetakosninga - það er þegar hún hafi lokið sér af í Hvíta húsinu. Málefnaágreiningur er annars sáralítill milli þeirra tveggja. Í utanríkismálum hafa þau bæði lagt áherzlu á að bæta fyrir mistök Bush-stjórnarinnar, en óneitanlega nýtur reynsluboltinn meiri trúverðugleika á þeim vettvangi en ungi maðurinn frá Illinois. Þar sem áhyggjur af efnahagsástandinu eru nú farnar að yfirgnæfa önnur mál í huga bandarískra kjósenda, þar á meðal Íraksstríðið óvinsæla, er þó ljóst að hvorki forkosningarnar né forsetakosningarnar sjálfar munu frekar nú en endranær vinnast út á trúverðugleika eða áherzlur í utanríkismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Það sem ótvírætt er markverðast við fyrstu forkosningarnar fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum, fyrst í Iowa í síðustu viku og í New Hampshire í gær, er sá mikli meðbyr sem hinn ungi og framsækni þingmaður frá Illinois, Barack Obama, nýtur meðal flokksmanna sinna í Demókrataflokknum. Það er líka eftirtektarvert, að baráttan um forsetaframboðsútnefningu Repúblikanaflokksins nýtur miklu minni athygli en baráttan meðal demókrata, sem skýrist væntanlega af því að fáir Bandaríkjamenn telja repúblikana eiga möguleika á að sigra í forsetakosningunum að þessu sinni, hversu rækilega sem frambjóðendur flokksins reyna að firra sig ábyrgð á klúðri og óvinsældum embættistíðar fráfarandi forseta, George W. Bush. Það liggi við að það sé sama hvaða frambjóðanda demókratar komi til með að tefla fram; hann muni standa betur að vígi en frambjóðandi repúblikana. Reyndar ber í þessu sambandi að hafa í huga, að sá frambjóðandi repúblikana sem lengi hefur mælzt með mest fylgi á landsvísu, Rudolph Giuliani fyrrverandi borgarstjóri New York, kaus að hafa sig lítt í frammi bæði í Iowa og New Hampshire. Hann leggur áherzlu á að ná góðum árangri í Flórída, fyrsta fjölmenna ríkinu þar sem forkosningar fara fram í lok janúar, og í hrinunni miklu 5. febrúar, þegar kosið verður í yfir 20 ríkjum til viðbótar. Framgangur Obama er sögulegur. Forskot Hillary Clinton á aðra frambjóðendur demókrata hefur verið gríðarstórt fram til þessa, allt upp í nokkra tugi prósenta á landsvísu. Það hafa stjórnmálaskýrendur rakið til þess að flestir demókratar hafi álitið hana, með þá miklu reynslu og frægð sem hún býr að, sigurstranglegasta í kosningunum sjálfum. Það sem nú virðist vera að gerast er að þeldökkur frambjóðandi sé að „taka framúr" fyrsta kvenframbjóðandanum sem á raunhæfa von um að verða kjörinn forseti Bandaríkjanna. Í þessari velgengni Obama endurspeglast ríkur vilji kjósenda Demókrataflokksins til breytinga, til að eitthvað alveg nýtt taki við eftir átta ár með Bush yngri í Hvíta húsinu. Í þessari nýjungagirni-stemmningu stendur Hillary með verri spil á hendi þar sem hún er jú sjálf hluti af arfleifð forsetatíðar eiginmanns síns. Það er nú þegar þannig að yngri kynslóð Bandaríkjamanna hefur aldrei lifað dag þar sem ekki var annað hvort einhver úr Bush- eða Clinton-fjölskyldunni í Hvíta húsinu. Sumum þykir því tilhugsunin um jafnvel átta ár til viðbótar með annan fulltrúa Clinton-fjölskyldunnar á forsetastól vera hálfuggvekjandi - þótt sá fulltrúi yrði fyrsti kvenforsetinn í sögu landsins. Aðalrök Hillary gegn Obama í kosningabaráttunni hefur verið reynsluleysi hans - hann á aðeins rúmlega þriggja ára feril að baki sem kjörinn fulltrúi á Bandaríkjaþingi. Með því hefur hún í raun verið að segja að það sé nánast framhleypni af hans hálfu að sækjast eftir forsetaframboði nú; honum væri nær að bíða til næstu eða þarnæstu forsetakosninga - það er þegar hún hafi lokið sér af í Hvíta húsinu. Málefnaágreiningur er annars sáralítill milli þeirra tveggja. Í utanríkismálum hafa þau bæði lagt áherzlu á að bæta fyrir mistök Bush-stjórnarinnar, en óneitanlega nýtur reynsluboltinn meiri trúverðugleika á þeim vettvangi en ungi maðurinn frá Illinois. Þar sem áhyggjur af efnahagsástandinu eru nú farnar að yfirgnæfa önnur mál í huga bandarískra kjósenda, þar á meðal Íraksstríðið óvinsæla, er þó ljóst að hvorki forkosningarnar né forsetakosningarnar sjálfar munu frekar nú en endranær vinnast út á trúverðugleika eða áherzlur í utanríkismálum.